Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 32

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 32
M A t B E R G M Á L unni. Það er ekki fyrr en bíllinn er kominn af stað aftur, að Áki heyrir að það er ekki rétti bíll- inn. Þessi bíll hafði numið staðar við hús nágrannans. Rétti bíllinn hlaut því að vera á leiðinni enn þá, ef til vill hafði hann lent í umferðarstöðvun við næstu þvergötu, eða kannske heíur hann numið staðar til að aðstoða hjólreiðarmann, sem fallið hefur á götuna. Það er svo margt, sem getur orðið til að tefja bíl. Að lokum kemur samt bíll, sem virðist geta verið sá rétti. Alllangt frá húsinu, sem Áki á heima í, hægir hann á ferðinni. Hann ekur fram hjá hliði ná- grannans og nemur að lokum staðar beint framan við rétta hliðið. Bílhurð opnast og lok- ast, einhver talar í hálfum hljóð- um og leitar eftir peningum í vösum sínum. Faðir hans talaði að vísu aldrei í hálfum hljóðum, en það var samt aldrei hægt að vita. Því skyldi hann ekki geta byrjað á því fyrirvaralaust, að fara að tala í hálfum hljóðum? Bíllin fer af stað aftur og ekur fyrir hornið, því næst verður allt hljótt. Áki stendur á öndinni og hlustar hvort ekki heyrist fótatak, en hliðgrindin smellur ekki aftur, eins og hún gerir jafnan er einhver kemur inn. Ekki heyrist heldur litli, daufi smellurinn, sem alltaf heyrist þegar einhver kveikir stigaljósin. Ekki vottur af fóta- taki í stigunum. Hvers vegna var ég líka að fara svona fljótt frá honum, — hugsar Áki. Ég hefði vel getað haldið áfram með bílnum alveg heim að garðshliðinu. Nú stend- ur hann náttúrlega þarna niðri og finnur ekki útidyralykilinn, svo að hann kemst ekki inn. Kannske verður hann reiður og fer sína leið, og kemur ekki aftur fyrr en dyrnar eru opn- aðar, snemma í fyrramálið. Og ekki getur hann kallað um há- nótt, annars myndi hann kalla til mín eða mömmu og biðja okkur að kasta lykli niður til hans. Áki klifrast fram úr þessum sí-brakandi dívangarmi eins hljóðlega og unt er, þreifar sig áfram í myrkrinu, yfir að eld- húsborðinu og stendur þar skjálfandi á gamalli, slitinni korkmottu, en móðirin snöktir hátt og reglubundið, eins og sof- andi maður með andþrengsli, hún hefir þá ekki heyrt neitt. Hann heldur áfram út að glugganum og þegar hann kem- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.