Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 10

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 10
M A í B E R G M Á L-------------------- þannig út með honum á laun, en ég þorði ekki að bjóða mömmu byrginn. Hún myndi koma í veg fyrir að ég gæti hitt Ter- ence oftar og þá tilhugsun þoldi ég ekki. Hann var svo fallegur — og eitthvað svo æsandi og heillandi við hann. En mömmu var farið að gruna eitthvað. Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar, að hún kæm- ist að hinu sanna um mig, það var mér orðið ljóst kvöld eitt er Terence ók mér upp í sveit og stöðvaði bílinn á afviknum stað, sem við höfðum bæði dálæti á. í þetta skipti tók hann ekki utan um mig eins og hann var vanur, en ég hjúfraði mig upp að öxl hans. Það hafði engin áhrif, hann sat og starði fram fyrir sig. Nokkra stund sátum við þannig steinþegjandi, en svo sagði Terence skyndilega dap- urri röddu: „Þetta er í síðasta skipti, sem við stelumst svona út saman. Ég er nú orðinn sann- færður um að þú skammast þín íyrir mig. Og það getur aldrei blessast. Þú elskar mig ekki í raun og veru fyrst þú veigrar þér við að kynna mig fyrir for- eldrum þínum. „Elsku, elsku vinur, segðu þetta ekki,“ sagði ég í örvænt- ingu og brast í grát, taugar mín- ar þoldu ekki meira, sökum á- reynslunnar undanfarnar vikur. „Ég elska þig, — aðeins þig.“ Þá faðmaði hann mig að sér og ég kyssti hann ákaft og ástríðufullt. Hann endurgalt kossa mína og ég fann að það var meiri ákefð og ástríða í ástleitni hans, en nokkru sinni áður. Ég fylltist fögnuði og þrá og gleymdi öllu öðru en þessum dásamlega manni og ást okkar. Það var orðið mjög áliðið er við snerum heim á leið, en hugsanir mínar og tilfinningar voru í uppnámi. Ég titraði frá hvirfli til ilja og tók höndum fyrir augun. Nú fann ég aðeins til iðrunar og sjúklegs sam- vizkubits. Gleði ástríðunnar hafði verið snögg, blind og áköf, nú var ekkert eftir í brjósti mér af hinni trylltu, óviðráðan- legu þrá eftir Terence. Tilfinningar hans voru svip- aðar. Að vísu sagði hann það ekki, en ég fann það. Ég get ekki gefið neina skýringu á þessari breytingu tilfinninga minna. En ég er viss um, að ef ég hefði þegar í upphafi þorað að 'bjóða honum heim með mér, þá hefði kunningsskapur okkar orðið með allt öðrum hætti og vafa- laust runnið út í sandinn miklu 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.