Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 26

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 26
Maí B E R G M Á L------------------- var og veikbyggður; hann vakti hjá mönnum verndarhvötina. Mönnum fannst, að hann gæti ekki gert flugu mein. Kvöld nokkurt sat ég niðri í forstofunni á Grand Hótel. Þetta var fyrir landskjálftana mikiu og þá voru þarna þægi- legir leðurstólar. Út um glugg- ann var gott útsýni niður á höfn- ina og yfir alla mannþröngina þar. Á henni lágu stór farþega- skip, sem voru á leið til Van- couver og San Francisco eða Evrópu með viðkomu í Shang- hai, Hong-Kong og Singapore. Þarna gat að líta flökkumenn af mörgum þjóðum, hrakta og niðurbarða, flatbotnunga með háu stefni og litríkum stórsegl- um og aragrúa af alls konar fljótabátum. Þetta var litrík og lifandi útsýn og samt, ég veit ekki hvers vegna, veitti hún undarlega hvíld fyrir áhorfand- ann. Hér voru ævintýri og ekki virtist þurfa annars með en rétta út hendina til að öðlast þau. Burton varð gengið þarna um forstofuna og hann kom auga á mig. Hann settist í stól við hlið mína? „Viljið þér eitt glas?“ Hann klappaði saman hönd- unum til að ná til þjónsins og bað um tvö glös af gini. Þegar þjónninn kom með ginið gekk maður fram hjá úti á gangstétt- inni og kom auga á mig og kink- aði kolli. „Þekkið þér Turner?“ sagði Burton, þegar hann sá að ég kinkaði kolli á jmóti. „Ég hef séð hann í klúbbn- um. Mér er sagt að hann sé miðl- ari.“ „Já, það er víst rétt. Þeir eru margir hér um slóðir.“ „Hann spilar bridge vel.“ „Þeir gera það yfirleitt þessir. í fyrra var hér einn, meira að segja nafni minn, sem spilaði bridge betur en nokkur annar sem ég hef þekkt. Ég veit ekki hvort þér hafið nokkurn tíma séð hann í London. Hann var kallaður Lenny Burton. Ég held hann hafi verið félagi í nokkr- um mjög góðum klúbbum.11 „Nei, ekki minnist ég að hafa heyrt hans getið..“ „Hann var mjög athyglis- verður spilamaður. Hann virtist hafa eins konar sjötta skiln- ingarvit í spilum. Það var næst- um því hrollvekjandi'. Ég spilaði talsvert við hann. Hann dvald- ist hér í Kobe um skeið.“ Burton saup ginið sitt. „Þetta var annars mjög ein- kennilegt allt saman,“ sagði 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.