Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 27

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 27
1955 Bekgmál hann. „Hann var allra bezti ná- ungi. Mér líkaði hann vel. Hann var alltaf vel til fara og viðmótsglaður. Hann var að vissu marki fríður, hrokkin- hærður og bleik-hvítur í kinn- um. Stúlkunum leizt vel á hann. Hann gerði engum neitt, hann var aðeins dálítið taumlaus. Auðvitað drakk hann nokkuð um of. Svona mönnum hættir til þess. Peninga fékk hann senda ársfjórðungslega og svo vann hann sér svolítið inn við spilamennsku. Hann vann til dæmis töluvert af mér.“ Burton hló ofan í bringu sína. Ég vissi af eigin reynslu að Burton kunni að tapa fé í spil- um án þess að láta vonbrigði sín í ljós. Hann strauk sér yfir hökuna með grannri hendinni; æðarnar sáust mjög greinilega og höndin virtist allt að því gegnsæ. „Ég býst við að það hafi verið þess vegna sem hann kom til mín þegar hann þraut fé; það og svo hitt að ég var nafni hans. Hann kom að máli við mig á skrifstofunni dag nokkurn og bað mig um að taka sig í vinnu. Mér kom þetta nokkuð á óvart. Hann sagðist ekki mundu fá meiri peninga að heiman og nú vantaði sig vinnu. Ég spurði hann, hvað gamall hann væri. „Þrjátíu og fimm,“ sagði hann. „Og við hvað hefir þú unnið,“ spurði ég. „Ég hef ekki unnið mjög mikið né lengi,“ sagði hann. Ég gat ekki varizt brosi. „Ég er hálf hræddur um að ég hafi ekkert handa þér eins og er,“ sagði ég. „Komdu aftur að öðrum þrjátíu og fimm árum liðnum og þá skal ég athuga málið nánar.“ Hann hreyfði sig ekki. Hann fölnaði. Hann hikaði eitt andar- tak og sagði mér svo, að hann hefði verið óheppinn í spilum þá nýverið. Hann hafði hætt að spila bridge og snúið sér að póker og tapað. Hann átti ekki grænan túskilding. Hann var búinn að veðsetja allt sem hann gat losað sig við. Hann gat ekki borgað hótelreikninginn og fékk ekkert skrifað lengur. Hann var bjargarlaus. Ef hann fengi ekki eitthvað að gera yrði hann að fremja sjálfsmorð. Ég virti hann fyrir mér tíma- korn. Ég sá að hann var illa haldinn. Hann hafði sýnilega drukkið meir en venjulega og leit út fyrir að vera fimmtugur Stúlkunum hefði varla litizt mjög vel á hann, ef þær hefðu séð hann þá.“ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.