Bergmál - 01.05.1955, Síða 27

Bergmál - 01.05.1955, Síða 27
1955 Bekgmál hann. „Hann var allra bezti ná- ungi. Mér líkaði hann vel. Hann var alltaf vel til fara og viðmótsglaður. Hann var að vissu marki fríður, hrokkin- hærður og bleik-hvítur í kinn- um. Stúlkunum leizt vel á hann. Hann gerði engum neitt, hann var aðeins dálítið taumlaus. Auðvitað drakk hann nokkuð um of. Svona mönnum hættir til þess. Peninga fékk hann senda ársfjórðungslega og svo vann hann sér svolítið inn við spilamennsku. Hann vann til dæmis töluvert af mér.“ Burton hló ofan í bringu sína. Ég vissi af eigin reynslu að Burton kunni að tapa fé í spil- um án þess að láta vonbrigði sín í ljós. Hann strauk sér yfir hökuna með grannri hendinni; æðarnar sáust mjög greinilega og höndin virtist allt að því gegnsæ. „Ég býst við að það hafi verið þess vegna sem hann kom til mín þegar hann þraut fé; það og svo hitt að ég var nafni hans. Hann kom að máli við mig á skrifstofunni dag nokkurn og bað mig um að taka sig í vinnu. Mér kom þetta nokkuð á óvart. Hann sagðist ekki mundu fá meiri peninga að heiman og nú vantaði sig vinnu. Ég spurði hann, hvað gamall hann væri. „Þrjátíu og fimm,“ sagði hann. „Og við hvað hefir þú unnið,“ spurði ég. „Ég hef ekki unnið mjög mikið né lengi,“ sagði hann. Ég gat ekki varizt brosi. „Ég er hálf hræddur um að ég hafi ekkert handa þér eins og er,“ sagði ég. „Komdu aftur að öðrum þrjátíu og fimm árum liðnum og þá skal ég athuga málið nánar.“ Hann hreyfði sig ekki. Hann fölnaði. Hann hikaði eitt andar- tak og sagði mér svo, að hann hefði verið óheppinn í spilum þá nýverið. Hann hafði hætt að spila bridge og snúið sér að póker og tapað. Hann átti ekki grænan túskilding. Hann var búinn að veðsetja allt sem hann gat losað sig við. Hann gat ekki borgað hótelreikninginn og fékk ekkert skrifað lengur. Hann var bjargarlaus. Ef hann fengi ekki eitthvað að gera yrði hann að fremja sjálfsmorð. Ég virti hann fyrir mér tíma- korn. Ég sá að hann var illa haldinn. Hann hafði sýnilega drukkið meir en venjulega og leit út fyrir að vera fimmtugur Stúlkunum hefði varla litizt mjög vel á hann, ef þær hefðu séð hann þá.“ 25

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.