Bergmál - 01.05.1955, Side 31

Bergmál - 01.05.1955, Side 31
Bercmál 1 95 5 -------------------------- inn til, og þangað er Áki því jaínan kominn í einni svipan. Hann veit ekki á hvern hátt hann hefir komizt þangað, hann veit aðeins, að hann stend- ur skyndilega inni í einhverju húsi. Hann veit ekki hvernig þetta hús lítur út, það er auka- atriði, en þar liggur þykkur reykjarmökkur í loftinu, sígar- ettu- og pípureykur og þar reka menn óvænt upp hlátursrokur, hræðilegar og óskiljanlegar. En konur, sem tala eitthvað sam- hengislaust leggjast fram á borð nokkurt og hlæja og flissa skelfi- lega. Allt þetta særir Áka eins og hnífsstungur, en þrátt fyrir það gleðst hann yfir því að vera kominn í þetta hús. Á borði, sem allir sitja við, standa marg- ar flöskur, en jafnskjótt'og glas er tæmt, þrífur einhver hönd korktappann úr næstu flösku og fyllir glasið á ný. Áki, sem nú er ósýnilegur krýpur á gólfið og skríður inn undir borðið, án þess nokkur þeirra, sem við það sitja, veiti honum athygli. í hendinni er hann með ósýnilegan bor og nú byrjar hann umsvifalaust að bora í borðplötuna neðan frá. Brátt er hann kominn í gegn um tréð, en Áki heldur samt áfram að bora. Hann borar í gler og skyndilega, er hann hefir borað gat á föskubotninn, renn- ur brennivín í jöfnum, sléttum straum niður í gegn um gatið í borðplötunni. Hann þekkir skó föður síns undir borðinu og þorir ekki einu sinni áð gera sér í hugarlund hvað gerast myndi, ef hann yrði skyndilega sýni- legur á ný. En nú heyrir Áki föður sinn segja með gleðihreim: „Allt er þurrausið,11 og einhver annar tekur undir; „Já, svei mér þá,“ og síðan rísa allir á fætur, inni í þessari stofu, sem Áki er staddur í. - - . Áki gengur með föður sínum út úr húsinú og þegar þeir koma út á götuná leiðir hann hann, enda þótt faðir hans finni það ekki, að leigubílástöð og hvíslar rétta heimilisfangið að bílstjór- anum, en því næst stekkur hann upp á aurbrétti bílsins og stend- ur þar á meðan ekið er heim- leiðis, til þess að fylgjast sem bezt með því að bíllinn fari raunverulega rétta leíð. Þegar bíllinn á aðeins eftir nokkur hundruð metra heim að húsinu, óskár Áki sér heim á undan, og því liggur hann skyndilega á dívangarminum í eldhúsinu heima á ný og heyrir þegar bíll- inn nemur staðar niðri á göt- 29

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.