Bergmál - 01.12.1955, Page 6
Desember
B E R G M A L------------------
tónarnir frá píanoundirleiknum
í Solitude dóu út og þögn ríkti
á ný í stofunni, þá sneri hún sér
frá glugganum og gekk aftur út
í hornið og settist við borðið
í horninu gegnt mér. Hún tók
sígarettu upp úr næstum tóm-
um nakka og leitaði í handtösku
sinni eftir eldsnýtum. Ég stóð
á fætur og gekk til hennar og
bauð henni eldsnýtur. Hún
hneigði höfuðið lítið eitt eins
og til að þakka, og kveikti í
sígarettunni. „Giörið svo vel og
setjizt hér,“ sagði hún og benti
á bekkinn, sem hún sat í. „Það
er að segja, ef þér kærið yður
um það.“
Ég settist hjá henni og horfði
í andlit hennar. Hún var alvar-
leg og hugsandi, augun dökk-
blá og laus við allt daður og
glettni. Hún horfði á mig nokkra
stund með rannsakandi augum
og þunglyndisleg.
„Hvað haldið þér um mig?“
spurði hún. „Haldið þér að ég
sé geðbiluð?"
„Nei, mér sýnist þér vera
kvíðafull og spennt en alls ekki
geðveik.“
„Hvað er klukkan?"
„Hana vantar kortér í tíu.“
Hún þagði nokkra stund og
hélt áfram að reykja sígarettu
sína, en horfði út um glugg-
ann. Regnið buldi á rúðunum.
„Trúið þér á hugsanaflutn-
ing,“ spurði hún. „Að maður
geti sent hugsanir sínar til ein-
hvers annars og látið hann
finna að maður óski einhvers,
og þó á þann hátt að óskin sé
sterkari en venjuleg ósk, eða
sem sagt að bað sé nokkurs kon-
ar skinun. Trúið þér því?“
„Ég hef enga reynslu í þeim
efnum,“ svaraði ég. „Ég get ekki
trúað því sem ég ekki veit.“
„En ég veit það,“ sagði hún.
„Ég trúi því svo sterkt að ég
veit það. Þér segið að klukkuna
vanti kortér í tíu. Þá má ég
ennþá bíða í förutíu og fimm
mínútur. Hann hlýtur að koma
hér fyrir klukkan hálf ellefu.“
„Þér bíðið þá eftir karlmanni."
„Já, hann veit að vísu ekki að
ég er hér, en hann hlýtur að
finna það á sér.“
„Eigið þér við það að þér
hugsið svo sterkt til hans.“
„Já, og þessi tvö lög sem ég
hef leikið hjálpa til, vegna þess
að þetta eru sömu lögin og hann
hlustaði á með mér áður fyrr.
Það er eitt ár liðið síðan, og ef
að hugsun mín er ekki nógu
sterk, þá hlýtur músíkin að
vera það. Skiljið þér, ég neyði
hann til að hlusta.“
4