Bergmál - 01.12.1955, Síða 7
1955
„Ég skil yður víst ekki rétt
vel,“ svaraði ég. „En ef til vill er
það af því að ég er of raunsær.
Þér ættuð ekki að skeyta því
neinu hvað ég hugsa.“
„Eigið þér tuttugu og fimm-
eyring,“ spurði hún. „Ég er
búin með mína.“
Ég lagði tvo tuttugu og fimm-
eyringa á borðið fyrir framan
hana. Hún tók annan þeirra og
gekk yfir að grammofóninum og
um það bil sem hún kom aftur
að borðinu til mín heyrðust
fyrstu tónarnir úr lagi Duke
Ellingtons, Mood Indigo, í fjórða
skipti, eins og það væri nauð-
synlegt undirspil við storm-
hvininn og regnið á rúðunum.
Hún studdi báðum olnbogun-
um á borðið og horfði á mig yfir
samanfléttaða fingur sér, og
mér fannst eins og einhver
blika í augum hennar, einhver
blika, sem ég ekki skildi, og sem
mér fannst í svipinn vera dular-
full og óskiljanleg. En þetta stóð
aðeins eitt andartak, því að brátt
fann ég hlýju í augum hennar
á ný.
„Fyrir einu ári síðan sátum
við hér,“ sagði hún lágt. „Einmitt
hér við þetta sama borð. Hann
kom hingað inn í veitingastof-
una alveg eins og þér gerðuð
áðan.“
---------------- Bergmál
„Var það í fyrsta skipti sem
þér sáuð hann?“
„Já, en á sama andartaki og
hann kom hér inn, þá vissi ég
að ég hafði alltaf hugsað mér
hann einmitt svona. Hann gekk
yfir að grammofóninum og setti
tuttugu og fimmeyring inn um
rifuna og þrýsti á einhverja
hnappa, en ég sat hér kyrr og
horfði á hann meðan hann stóð
yfir við grammofóninn og hlust-
aði á þessa músik, sem við hlust-
um á núna. Ef til vill hefur
hann alls ekki tekið eftir því að
ég var hér fyrr en lagið var
búið og mér virtist sem það
skipti hann engu mál eftir að
grammofónninn þagnaði, hvort
ég væri hér eða ekki. En svo
U
Hún þagnaði nokkra stund og
virtist horfa á eitthvað úti í
geimnum, eitthvað sem ég ekki
sá.
„En svo kom hann hingað og
settist við borðið hjá mér hélt
hún áfram og hann settist þarna
gegnt mér og tók um hönd mína
ofan á borðinu, og enda þótt
hann segði ekkert þá vissi ég að
ég var honum jafnmikils virði
eins og hann var mér þessa
stundina. Hann strauk hönd
mína aftur og aftur, og ég hef
aldrei borið sömu kenndir í
5