Bergmál - 01.12.1955, Side 8
Desember
B E R G M Á L--------------------
brjósti, hvorki fyrr eða síðar.
Allt breyttist og ég fann ekki
til neins ótta eða kvíða, hætti
að óttast það sem var og það
sem væri í vændum, og gleymdi
kvíðanum fyrir því sem fram-
tíðin bæri ef til vill í skauti sér.
Ég var hamingjusöm í fyrsta
skipti á ævinni, og ég hafði þá
lifað nógu lengi til þess að vita
hvað það var að þrá það, þrá
þessa tilfinningu, sem maður
getur aðeins fundið í návist karl-
manns. Þegar ég leit á hann
fann ég að ég mundi geta dáið
fyrir hann, ef hann færi fram
á það, enda þótt ég samtímis
finndi það að ég hafði aldrei
haft eins mikla löngun til þess
að lifa og vera hamingjusöm,
sterk og frjáls. Munurinn var
aðeins sá að nú var ég ekki
hrædd við dauðann, og þótt ég
hafi ekki skilið það eins vel þá
og nú, þá veit ég það með vissu,
að þær tilfinningar sem ég bar í
brjósti til þessa manns og ber
til hans enn í dag, er það sem
kallað er ást. Ég hélt þá að ekk-
ert það væri til sem í raun og
veru væri ást, en eftir það kvöld
vissi ég að hún var til. Nú veit
ég hvað það er að elska, að glata
að nokkru leyti sjálfum sér, að
breyta um lífsskoðun.“
Hún leit öðru hverju á mig
eins og til að vita hvort ég fylgd-
ist með því sem hún var að
segja. Ég varð gripin undarlegu
máttleysi og eitt andartak fékk
ég sterka löngun til að taka um
hönd hennar, eins og hinn mað-
urinn hafði gert, strjúka hana
og veita henni styrk.
En ég hreyfði mig ekki og
sagði ekki neitt.
Skyndilega rétti hún fram
höndina og bretti upp vinstri
jakkaerminni minni, til þess að
líta á úrið mitt. Það var nú lið-
inn hálftími, klukkan var kortér
yfir tíu. Hún hló stuttum hlátri,
næstum eins og hún væri sigri
hrósandi yfir einhverju.
„Hann kemur,“ sagði hún.
„Ég finn það. Hugur minn finn-
ur það, að hann kemur.“
„En hvernig má það vera ef
hann veit ekki að þér eruð hérna
og bíðið eftir honum,“ sagði ég.
„Ef til vill er hann langt í burtu
héðan.“
„Engar fjarlægðir eru til á
milli þeirra sem elskast,“ sagði
hún alvarlega. „Og.hann getur
ekki hafa gleymt. Hann sat
þarna sem þér sitjið og ég man
það að hann hallaði sér áfram og
strauk yfir hár mitt, og þegar
ég tók um hönd hans og kyssti
á hana, þá stóð hann á fætur og
gekk til mín og kyssti mig. Hann
6