Bergmál - 01.12.1955, Page 14

Bergmál - 01.12.1955, Page 14
Bergmái ------------------ Líttu á sjálfan þig með gagn- rýni og jafnvel með dálitlu háðs- brosi. Betra er að maður sjái sjálfan sig broslegan, heldur en aðrir fái ástæðu til að gera það. Dæmdu ekki aðra, að minnsta kosti ekki án þess að hafa heyrt hvað þeir hafa fram að færa. Slíkt er ekki einungis rangt heldur einnig lítilmótlegt. Reyndu í þess stað að skilja hin- ar sálrænu orsakir, ástæðurnar fyrir framkomu þeirra. Það er þroskandi. Lærðu að meta vináttuna. Einn sannur vinur er þér meira virði en þúsund kunningjar. Lestu. — Því meira sem þú lest, því betra og helzt þá beztu rithöfunda sem þú getur átt sam- leið með. Betri félagsskap finn- ur þú ekki. Gerðu aldrei ráð fyrir því að aðrir hafi eins mikinn áhuga á þér eins og þú sjálfur. Slíkt hendir aldrei. Þú átt létt með að láta ljós þitt skína, en gættu þess að vera ekki of skynsamur. Það endar oft með óttakennd. Stökktu, þótt þú eigir á hættu að lenda í -------------- Desember skurðinum. Það er þó betra en stökkva alls ekki. Hrintu frá þér öllum neikvæð- um kenndum: hatri, öfund, mein- fýsni. Þær skilja svo ljót ör eftir, bæði á andliti þínu og sál. Lokaðu þig ekki inni með sorgir þínar eða sektarmeðvit- und. Þú átt foreldra. Þau kunna að hlusta og skilja. Varðandi hina svonefndu lesti, þá er nauðsynlegt að halda sér innan vissra takmarka. Löstur, sem fer út í öfgar, tapar brátt öllu aðdráttarafli og verður ekkert annað en vani, eða rétt- ara sagt: óvani. Spurðu alltaf fyrst um gæðin. Þau eru hið eina sem einhverju máli skipta, er til lengdar lætur. Hvort sem um er að ræða list, konur eða fatnað. Bið aldrei um ást. Enginn lifir á slíkri ölmusu. Reyndu aldrei að neyða til- finningum þínum eða kenndum upp á nokkurn mann. Ef þú vilt vera skynsamur: gefðu þá aldrei meira en móttakandinn getur þegið. En hitt er svo annað mál: 12

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.