Bergmál - 01.12.1955, Síða 15
SPAUG
Hjónin lentu í miklum deilum og
voru bæði orðin fokvond er húsbónd-
inn hvæsti: „Og þú sem varst ekkert
nema sakleysið sjálft, blekktir mig svo
mjög að ég hélt að þú værir yndislegur
lítill kjúklingur, — gamla, vesæla
hænan þín.“
Frúin var fljót til svars: „Ekki var
ég þó vesælli en það, að mér tókst
að grafa upp maðkinn."
★
Villueigandinn: „Fyrst var konan
mín svo hrædd þegar hún heyrði hljóð
frá kjallaranum, en ég fullvissaði
hana um að það gætu ekki verið þjóf-
ar, því þeir hefðu alltaf svo hljótt um
sig.“
„Er hún þá ekki rólegri síðan?"
„Ég held nú síður. Nú verður hún
hrædd þegar ekkert hljóð heyrist úr
kjallaranum."
★
Ferðamaðurinn: „Hefur nokkuð stór-
menni fæðst í þessari borg?“
Sá innborni: „Nei, hér hafa meira að
segja aðeins fæðst smábörn."
Á maður að láta skynsemina
ráða yfir tilfinningunum? Ég
segi nei. Vertu örlátur og óskyn-
samur.
Giftu þig aldrei, nema þú sért
sannfærður um að hjónabandið
endist ævina á enda. Ef til vill
verður raunin önnur, en án
þeirrar sannfæringar, er hjóna-
bandið samt sem áður heimsku-
legt.
Og að lokum: Hlustaðu aldrei
á góð ráð. Hver maður verður
að lifa sínu eigin lífi, hlusta á
röddina í sjálfs sín brjósti,
fremja sín eigin glappaskot Og
maðurinn lærir aðeins af sínum
eigin mistökum, en ekki ann-
arra.
Trúðu föður þínum. Hann veit
hvað hann segir.
(Hasse Ekman).
Lausn á verðlaunaþrautinni
£ nóvemberheftinu.
Ein flaska var jafn þung og 3 vatns-
glös.
1. verðlaun hlaut: Loftur Baldvins-
son, Goðabraut 9, Dalvík.
2. verðiaun hlaut: Margrét Marís-
dóttir, Árbæjarbletti 66, Reykjavík.
13