Bergmál - 01.12.1955, Síða 20
UNDARLEGUR
fe'*
SJÚKDÓMUR
Skopsaga eftir
Henri Duvernois
Sjaldan hefir sálfræðingum
og læknum gefizt tækifæri til
að fást við sérkennilegri sjúk-
dóm en þann er þjáði Lucien
Corambeau.
Corambeau var kominn um
fertugt þegar þessi saga gerðist,
var fílhraustur náungi og átti
bezta skaplyndi, sem hægt var
að hugsa sér. Hann hafði ánægju
af að fá sér glas af víni öðru-
hverju, og átti líka auðvelt með
að veita sér það, því að hann
var talinn vel loðinn um lófana.
Allt fram til þessa dags, að hann
varð fórnardýr þessa kynduga
sjúkdóms hafði hann verið álit-
inn fullkomlega heilbrigður á
sál og líkama, ósköp venjulegur
meðalmaður, sem var laus við
allt sem undarlegt gat talizt.
Aldrei kom honum til hugar að
sökkva sér niður í heimspeki-
legar vangaveltur eða yfirleitt
baka sjálfum sér meira andlegt
erfiði en nauðsynlegt var.
Á hverjum morgni tók hann
hest sinn og fékk sér útreiðar-
túr, en síðdegis fór hann í heim-
sókn til vina sinna, eða lék golf.
Á kvöldin fór hann út með konu
sinni í veizlur, eða í leikhúsið,
eða þá hann sat í kyrrð og ró í
klúbbnum sínum, reykti vindla
og virti fyrir sér hina meðlimi
klúbbsins, sem áttu það til að
æsa sig upp við spilaborðið.
Hann hafði mestu andúð á öll-
um geðshræringum og þau sam-
bönd, sem hann hafði, voru, ef
svo mætti segja, áhættulaus.
Það var til dæmis dansmær, sem
hugsaði nær eingöngu um fram-
tíð sína, og í öðru lagi heims-
18