Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 22

Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 22
B E R G M k L------------------- þýða, ert þú orðinn snarvitlaus, sérðu ekki að þetta er ég, konan þín Germaine?“ Stundarfjórðungi síðar gafst hún upp við að reyna að tala við hann og var henni þá orðið ljóst að Lucien Corambeau hafði skyndilega orðið fórnardýr ein- hvers undarlegs sjúkdóms, enda varð hann fyrri til að ræða um þetta. „Mér finnst ég alls ekki vera veikur, enni mitt er ekki óeðli- lega heitt, og ég hef jafnmikla löngun í morgunkaffið mitt, eins og venjulega, en ég veit ekki hver ég er, eða hvar ég er staddur, og ég veit ekki heldur hver þér eruð frú mín góð, enda þótt þér þúið mig, eins og ég væri kunningi yðar. Finnst yður það ekki einkennilegt, að mér finnst ég vera eins og ég væri nýfæddur, og þó er ég þrjátíu og átta ára gamall. Allt sem í kringum mig er hér virðist mér vera framandi, íbúðin og hús- gögnin, ungfrúin sem að heldur því fram að hún sé konan mín og einnig þessi gamla kona, sem hefur stumrað yfir mér síðan ég var barn, ef trúa má því, sem að hún segir sjálf. Mér finnst þetta líkast því að ég hefði sofið frá fæðingu og væri nú fyrst að vakna. En grátið ekki frú mín ---------------- Desember góð, ég skal með ánægju viður- kenna að ég sé giftur yður, enda eruð þér aðdáanleg kona í alla staði, hvorki of feit eða of mögur og mér lízt ágætlega á dökk- hærðar konur. Heitið þér Ger- maine, Það er fallegt nafn, bæði virðulegt og þægilegt, mér virð- ist það benda til ættgöfgi og sið- semi, en mér finnst ég samt mega til með að þéra yður, að minnsta kosti fyrst um sinn, á meðan við erum að kynnast. Ég bið yður afsökunar frú mín góð eða ungfrú, ef að ég hef gert yður hrædda. Gjörið svo vel að fá yður sæti ungfrú, ég er að- eins ógæfusamur maður, sem hefir tapað minninu, og bið yð- ur að veita mér upplýsingar. Mér skilst að ég heiti sjálfur Lucien Corambeau, eftir því að dæma ber ég engan sérstakan mannvirðingar-titil og hefi enga sérstaka stöðu. Mér geðjast mætavel að því, og hef ekkert út á það að setja. Þetta herbergi er bæði þokkalegt og þægilegt, eftir því að dæma er ég sæmi- lega efnum búinn, og það virð- ist mér nú í svipinn varða mestu. Ég sé, að þessi gamla þjónustu- stúlka, sem virðist hafa fóstrað mig frá fæðingu leyfir sér að brosa lítið eitt, hún heldur senni- lega að ég sé ölvaður. En ég skal 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.