Bergmál - 01.12.1955, Síða 24

Bergmál - 01.12.1955, Síða 24
<s» Bergmál ---------------------- við tilhugsunina um að fá að kynnast yður nánar. Komið hingað nær mér, ennþá nær. Kæra vinkona, ég elska yður.“ Madame Corambeau hugsaði: „Guð gefi að hann muni nú ekki skyndilega eftir ástmeyjum sín- um.“ En hann hugsaði aðeins um hana, hún sá það af hinum dulda glampa í augum hans, þessum augum sem hún hafði ekki fengið að horfa í, í raun og veru, í tólf ár. Nú fann hún þar á ný þrána og aðdáunina, þessa biðj- andi tilbeiðslu, sem fyrrum hafði vakið henni notalega eftirvænt- ingu, sem hafði seitt hana og lokkað en jafnframt hrætt hana svolítið. Hann sigraði hug hennar og hjarta á ný með þessari tak- markalausu tilbeiðslu og við- kvæmnislegu ástarþrá og undir- gefni, sigraði þessa vesalings konu svo, að hún varð ham- ingjusöm á ný, svo hamingju- söm að hún hafði hálfgert sam- vizkubit yfir því, og þó var ekki lengra síðan en í gær að þessi sama kona hafði staðið ein og yfirgefin, og að sjálfsögðu lét hún undan. Svo var sjúkdómn- um fyrir að þakka að hún lifði á ný unaðsstundir þrettán ára gamlar, og djörfustu draumar ---------------;— Desember hennar náðu fram að ganga. Hún var aftur hin unga við- kvæma, titrandi eiginkona, sem lifði eingöngu í heimi faðmlaga og kossa. En þótt hún væri sæl og glöð í faðmi hans var ekki laust við að hún hefði sektarmeðvitund gagnvart þeim manni sem hún var gift í gær, þeim Lucien Cor- ambeau, sem kom heim að kvöldi skeytingarlaus og við- utan eftir heimsókn, annað hvort hjá dansmeyjunni sinni eða heimsdömunni. Það var komið undir morgun, þegar Germaine læddist yfir í svefnherbergið sitt og sofnaði værum svefni. Um hádegi vaknaði hún og fór þá beint að svefnherbergi manns síns og barði að dyrum. Hann svaraði. „Kom inn.“ En jafnskjótt og hann sá hana í dyrunum sagði hann undrandi: „Hvað viljið þér hingað frú, og hver er ég sjálfur? Mér finnst allt eitthvað svo undarlegt og þó er ég fullkomlega frískur og heilbrigður og satt að segja langar mig til að fá morgun- kaffið í rúmið. Haldið þér að það væri hægt?“ Germaine settist á rúmstokk- inn hjá honum, klædd þunnum silkislopp og ilmandi öll af dýr- um ilmvötnum, og enn á ný 22

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.