Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 39
SKRÍTLUSÍÐA
ítölsku tenorsöngvararnir Tito
Schipa og Beniamino Gigli eru mjög
góðir vinir, en þrátt fyrir það láta þeir
ekkert tækifæri ónotað til að glettast
hvor við annan. Fyrir nokkru siðan
varð Gigli að leggjast á spítala og var
hann skorinn upp. Strax daginn eftir
kom Schipa til spítalans, til að spyrja
eftir hvernig vini hans liði. Þá sagði
læknirinn. „Uppskurðurinn gekk alveg
prýðilega, en þegar ég bað herra Gigli
að telja upp að hundrað, á meðan
hann var undir svæfin^u, þá taldi
hann einn tveir þrír, tuttugu og fjórir,
fimmtíu og sjö. Og ég er sannast að
segja mjög undrandi yfir því, að þetta
endurtók hann aftur og aftur.“
„Það er ekki svo mjög undarlcgt,"
sagði Schipa. „Vissuð þér það ekki
læknir að hann hefur aldrei getað
lært neitt, eða sagt neitt á leiksviði
án þess að hafa hvíslara."
★
Ameríski grínleikarinn Jack Benny
var einu sinni í leigubíl. Þegar bíl-
stjórinn var kominn að þeim stað þar
sem hann átti að stoppa varð honum
ljóst, að hemlarnir voru ekki í lagi.
„Hvað er þetta,“ hrópaði Jack
Benny. „Hvers vegna stöðvið þér ekki
bílinn?"
„Ég get ekki stöðvað bílinn," svar-
aði bílstjórinn, og bíllinn þaut áfram
með sama hraða. „Ég er hræddur um
að hemlarnir séu ónýtir."
„Gjörið svo vel og stöðvið að minnsta
kosti gjaldmælirinn undireins," hróp-
aði Jack.
Þegar La Guardia var borgarstjóri
yfir New York árið 1934, þá ávarpaði
hann einu sinni samkomu daufdumbra
barna, en með borgarstjóranum var
maður, sem túlkaði á fingramáli það
sem borgarstjórinn sagði. La Guardia
hóf ræðu sína á þessa leið: „Það gleð-
ur mig mjög mikið að fá að ávarna
ykkur, því að ég veit að þið skiljið
það sem ég segi, enda þótt þið heyrið
það ekki. Ég er orðinn langþreyttur á
að ávarpa fólk sem heyrir hvað ég
segi, en skilur ekkert."
★
Gríski herforinginn Metaxas var
einu sinni á eftirlitsferð og kom í eina
af herstöðvunum, og bauð foringinn
þar honum að skoða nýjan flugbát,
sem lítt hafði verið reyndur. Hers-
höfðinginn þáði það með þökkum, og
sagðist vilja fljúga flugvélinni sjálfur.
Allt gekk vel þangað til að foring-
inn veitti því athygli, að hershöfðing-
inn ætlaði að fara að setjast á flug-
völl. „Afsakið, herra yfirhershöfðingi^
en ég held að það væri betra að setjast
á sjóinn, því að þetta er flugbátur."
„Auðvitað, auðvitað, hvað er ég að
hugsa," sagði herforinginn sem oft
var dálítið viðutan. Hann sneri nú
við og lenti á sjónum, þar skammt
frá. Síðan sneri hann sér að foringj-
anum, og sagði. „Ég þakka yður fyrir
að þér bentuð mér á þessi hræðilegu
mistök, sem mér höfðu næstum orðið á.
Ég mun ekki gleyma því hve hæversk-
lega þér bentuð mér á mistök mín.“
Því næst sté hann út úr flugvélinni
og beint í sjóinn.
37