Bergmál - 01.12.1955, Page 40

Bergmál - 01.12.1955, Page 40
F ramliald ssaga: Leyndarmál hælisins Eftir Robin York. Hann læddist hljóðlega á undan henni niður stigann bakdvra- megin og fram hjá eldhúsdyrunum, og enginn varð á vegi þeirra, og nokkru síðar voru þau komin út að bíl hans. Hann hjálpaði Christine inn í bílinn, og lagði ullarteppi yfir hné hennar. Hún varð fegin bví að setjast niður, því að hún var enn mátt- farin og fann til þreytu í fótunum. Hinn hraði akstur í nætur- kulinu hafði lífgandi áhrif á hana og hressti hana við. Undir niðri dáðist hún að þeirri leikni, sem Faber sýndi í meðferð bílsins. Hann ók með ofsahraða, en af slíkri snilld, að hún fann ekki til hins minnsta ótta. Er þau komu niður hæðina niður við sjóinn, stöðvaði hann bílinn, slökkti á báðum ljósum og drap á vélinni, en lét bílinn renna gætilega áfram niður veginn alla leið niður að hvilftinni. „Mér virðist óþarft að láta of mikið bera á komu okkar,“ sagði hann, um leið og hann stöðvaði bílinn. „Við skulum ganga héðan.“ skulum ganga héðan.“ Þau voru þarna í algjörum skugga af hæðinni, og hann leiddi hana niður bratt einstigið, og var Christine honum þakklát fyrir stuðninginn. Skyndilega fann hún sand undir fótum sér og hún — 38 —

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.