Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 41

Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 41
B E R G M k L 1955 vissi þá að bau mundu vera komin niður í fiöruna. Tundið var ekki að fullu knmið umo enn, en óliós tunslskinsglæta lýsti þó unn fiöruna það mikið að hún sýndist ljósleit en klettarnir upp frá siónum voru sem kolsvartur veggur. Grafarkvrrð rfkti í kringum þau, og það eina hlióð sem öðru- hvoru rauf kyrrðina var örlítið öldugiálfur við fjörusandinn við og við. Engin merki sáust þess að lögreglumenn eða hermenn væru nokkurs staðar í nánd og gladdist Christine yfir því. Hún hafði orð á því við doktor Faber í hálfum hljóðum, en hann kinkaði aðeins kolli og lagði fingur á munn sér. „Nei, þeir eru flestir uppi á heiðunum, og á víð og dreif um Falbridge-héraðið, því að einhver orðasveimur komst á loft um það að hann hefði sézt þar fyrr í dag.“ Skyndilega grein hann um upphandlegg hennar, svo að hún varð að nema staðar við hlið hans. Hann benti upp á við. „Sjáið þetta. Þarna eru hellarnir.“ Eitt andartak beindi hann Ijósinu frá vasaljósi sínu upp á við, og Christine sá í svip kolsvarta munna hellanna í klettaveggnum. Geislinn frá vasaljósinu stöðvaðist við einn hellismunnann, og Faber sagði svo lágt að hún hevrði varla: „Þetta er hellirinn,“ um leið og hann slökkti á vasaljósinu. Christine starði upp að hellismunnanum, kvíðin og hrædd. „En hvernig eigum við að komast þangað? Það er ekki auðvelt meðan háflóð er, og ég held að mér takist ekki að klifra þangað upp.“ „Ég ætla að ganga á eftir yður. Þetta er ekki eins örðugt og það lítur út fyrir,“ sagði hann og hvatti hana til þess að halda áfram. „Það er innangegnt á milli flestra þessara hella, og það er mögu- leiki á að komast héðan upp að helli, sem veitir okkur aðgang alla leið upp í þann helli sem Mordaunt er í. Haldið áfram og horfið ekki til baka.“ Hann tók fastar um hönd hennar. „Farið eins gæti- lega og þér getið. Það eru án efa lögregluþjónar á vakt ofan við klettana og hér er svo hljóðbært að þeir gætu heyrt til okkar, jafnvel þótt þeir sæju okkur ekki.“ Christine var mjög lofthrædd og þurfti hún því að taka á öllu því sem hún átti til, til þess að geta klifrað upp á stallinn, sem leiðsögumaður hennar benti henni á. Hún kenndi svima og mörg- 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.