Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 42

Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 42
Desember Bergmál —*■ um sinnum hafði hún nær fallið er Faber greip til hennar og rétti hana við. En að lokum náðu þau alla leið upp og hún lagðist endilöng á slétt sandgólfið í stórum helli. Hún var allmóð og mjög máttfarin. Hinn smávaxni doktor Faber stóð við hlið hennar og horfði áhyggjufullur á úr sitt. Framkoma hans virtist örlítið breytt, eða svo fannst Christine skyndilega. Það var eins og hann væri á nálum og kvíðafullur. En henni gafst ekki langur tími til að velta því fyrir sér í hverju sú breyting væri fólgin, sem henni fannst hún verða vör við í fari hans, því að hann benti á klettasyllu rétt ofan við höfuð hennar og sagði í flýti: „Reynið að klifra þarna upp. Ég verð aftan við yður.“ Christine hlýddi, en í sama mund og hún náði handfestu uppi á þessari syllu heyrði hún hálfkæft undrunaróp frá doktor Faber. Hún varð skelfd og leit við. Á sama andartaki heyrði hún slög sterkrar bátavélar utan af sjónum. Það var ekki um neitt að villast að það var mótorbátur að nálgast ströndina. Doktorinn hafði litið við til þess að hlusta, og lýsti andlit hans bæði gremju og kvíða. „Hvað er að? Er þetta mótorbátur?“ „Þeir eru snemma á ferðinni,“ muldraði hann reiðilega. Það var eins og hann hefði gleymt nærveru hennar og væri að tala við sjálfan sig. Christine varð undrandi og endurtók spurn- ingu sína, en hann starði á hana sljóum augum. „Bíðið hér,“ sagði hann snöggt, og var rödd hans hörkuleg og skipandi. „Ég verð ekki lengi.“ Og áður en henni gafst tími til að spyrja hann nánar var hann horfinn í myrkrið. Christine klifraði aftur niður af stallinum með mestu gætni og erfiðleikum og gekk því næst reikulum skrefum að hellismunn- anum. Sokkar hennar voru rifnir í tætlur og hún dró andann með andköfum. Hún gladdist yfir því að hafa sléttan grunn undir fótum. Hið hyldjúpa niðamyrkur hellisins virtíst svo svart og drungalegt að ströndin utan við var í samanburði eins og hún væri böðuð í ljósi, — 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.