Bergmál - 01.12.1955, Side 43

Bergmál - 01.12.1955, Side 43
Bergmál 1955 Á ströndinni fyrir neðan klettana sá hún nú hvar doktor Faber hljóp hratt eftir fjörunni. Hann stoppaði er hann kom niður í fjöruborðið, og henni til undrunar sá hún nú, að hann gaf ljós- merki með vasaljósi sínu út til hafs. Hún starði grafkyrr út á hafið og sá nú dauft ljós sem kom eins og svar við ljósmerkjum Fabers, og virtist það koma eins og utan frá miðjum flóanum. Hún heyrði nú greinilega vélarhljóðið frá mótorbátnum er hún hafði heyrt fyrr, en svo virtist sem hægt hefði verið á ferðinni, til þess að draga úr hávaðanum. Alllanga stund stóð hún hreyfingarlaus og horfði út til hafsins, og brátt kom hún auga á dökkan díl úti á sjónum. Þessi dökki blettur var auðsjáanlega mótorbátur sem stefndi beint til lands. Gat það verið að þetta væri lögreglan á eftirlitsferð. Var það ef til vill skýringin á því að doktor Faber varð svo undarlegur. En svo minntist hún þess, að hann hafði muldrað eitthvað um það, að þeir væru of snemma á ferðinni,, eins og hann hefði átt von á þessum mótorbát. Hvað gat það táknað? Skyndilega varð allt hljótt, er vél bátsins var stöðvuð og hann rann hljóðlega upp í fjöruna. En jafnskjótt og báturinn kenndi grunns stukku tveir menn út úr honum og drógu hann með sér upp í fjöruborðið. Þeir voru ekki einkennisklæddir, eða ekki gat Christine séð að svo væri. Og skyndilega greip hana einhver tor- tryggni. Hún minntist þess nú, að doktor Faber hafði verið mjög ákveð- inn er hann kom í veg fyrir að hún gæti skilið eftir skrifleg skila- boð til Davids, og nú sá hún greinilega fyrir hugskotssjónum sínum hina snöggu breytingu sem orðið hafði á framkomu hans fyrir stundu síðan. Ein spurningin rak aðra í huga hennar. Hverjir höfðu komið í þessum mótorbát, og hvers vegna höfðu þeir komið? Á hvern hátt stóðu þeir í sambandi við doktor Faber, og hvað vildu þessir menn Tony? Og síðast en ekki sízt: Hvers vegna hafði doktor Faber farið með hana hingað, nema þá .... ? Christine reyndi að hrinda frá sér hinum hræðilegu efasemd- um sem settust að henni, og fór að klifra niður á við í áttina að sjónum, sömu leið og hún hafði komið upp. Og enda þótt erfitt 41

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.