Bergmál - 01.12.1955, Page 44
Desember
B E R G M Á L
væri að klifra þarna niður vegna brattans, þá fannst henni samt
á einhvern hátt, að það væri hættuminna heldur en að bíða ein-
angruð þarna uppi við hellismunnann. Bíðandi eftir einhverju,
sem hún vissi ekki hvað var. Hún fór mjög hljóðlega og komst
brátt niður í fjöruna, en þar íaldi hún sig í skugga nokkurra stórra
kletta, á meðan hún var að ná andanum og reyna að jafna sig.
Þrir eða fjórir menn voru nú komnir upp úr bátnum og upp í
fjöruna, og stóðu þeir hringinn í kringum doktor Faber. Hún heyrði
óminn af samtali þeirra, en gat ekki greint orðaskil. Hún fór að
iæra sig hægt og hægt í áttina nær þeim, eins gætilega og hljóð-
lega og henni var unnt.
Marrið í sandinum undan fótum hennar rann saman við hljóð-
látt skvampið í öldunum við fjöruborðið, og loks tókst henni að
komast svo nærri þeim, að hún þekkti rödd doktors Faber úr
hinum. Henni til mikillar undrunar þá talaði hann Þýzku. Hún
heyrði einn af aðkomumönnum svara á sama máli, en þó bentu
áherzlur hans til þess að það væri ekki móðurmál hans.
í íyrstu kom Christine þetta svo á óvart, að hún skildi ekki það
sem þeir voru að segja. En hún kunni þýzku mjög vel, og er hún
hafði náð sér eftir undrunina gat hún heyrt meiri hluta þess, sem
þeir voru að segja, enda þótt allt sem hún heyrði væri svo óvænt,
að hún átti erfitt með að trúa því, að hún skildi þá rétt,
Það var augljóst að þessir aðkomumenn voru ekki lögreglumenn.
Jainaugljóst var það, að doktor Faber hafði átt von á þeim og
stóð á einhvern hátt í sambandi við þá.
Hið fyrsta, sem henni flaug í hug var að hlaupa á brott, til þess
að komast sem lengst frá þeim og mögulegt var. Og til þess að
komast sem lengst áður en doktor Faber kæmist að því að hún
væri ekki lengur uppi í hellinum, þar sem hann hafði skilið við
hana.
En í .sömu andrá og hún bjó sig til að læðast af stað sá hún að
doktor Faber benti upp að hellinum, og hikaði hún því við. Óstjórn-
leg, óviðráðanleg skelfing greip hana, því að hún heyrði greini-
lega að hann sagði:
„Hann er þarna uppi í einum hellinum. Mér tókst að binda hann,
en honum tókst á einhvern hátt að losa hendur sínar.“ Það sem
42