Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 47

Bergmál - 01.12.1955, Qupperneq 47
1955 B E R G M A L Hann tók um hönd hennar og fór að draga hana af stað með sér, um leið og hann gaf einum af mönnunum merki um að aðstoða sig. Þeir hálf drógu og hálf báru hana með sér aftur að hellismunn- anum, sem hún hafði verið komin að fyrir stundu síðan. Faber benti upp á við. „Hann er þarna. Hann er að vísu bundinn á fótum, en einhvern veginn hefur honum tekizt að losa hendur sínar, og því getað þrengt sér inn í þrengsta afkima hellisins, og þar er svo þröngt að aðeins einn maður kemst þar inn í einu Hann hefur birgt sig upp með grjóti, svo að við komumst ekki nálægt honum, með öðru móti en því að skjóta, og til þeirra úrræða vil ég ekki taka fyrr en í síðustu lög, eða sem neyðarúrræði.“ „En þér sögðuð að hann treysti yður, og þér gætuð talið hann á að koma fram úr fylgsni sínu, eða haldið þér að þér gætuð það ekki? Og ef yður tekst það þá þurfum við ekki að beita neinu obeldi. Þessir vinir mínir munu taka hann að sér eftir það.“ Christine fannst blóðið frjósa í æðum sér. Henni var það full- ljóst að hann meinti allt sem hann sagði, hvert orð. Nú vissi hún hvers vegna hann hafði farið með hana hér inn í hellirinn, og það hafði aðeins verið uppgerð er hann þóttist vera ákafur í það að ná sambandi við David. Það var einn liðurinn í ráðagerð hans að lokka hana hingað og það eitt hafði vakað fyrir honum síðan hann kom inn í herbergi hennar í hælinu. Mótorbáturinn sem mannaður var útlendingum hafði komið of snemma eða fyrr en ætlað var, og þess vegna hafði hann neyðst til þess að sýna sig í réttu ljósi fyrr en hann ætlaði. Hann var sá sem hafði numið Tona á brott frá hælinu, og hann hafði gert það jafnskjótt og hann hafði heyrt sögu Tona frá David, eða þegar hann hafði komizt að því að Johnny White væri fyrrverandi flug- liðsforingi Cecil Mordaunt. En hvers vegna? Hver var ástæðan? spurði Christine sjálfa sig í ráðaleysi. Faber þreif hörkulega í öxl hennar og sneri henni að sér. „Jæja þá. Hvort viljið þér heldur að við skjótum hann eða sam- þykkja það að ginna hann til þess að koma út á þeim forsendum að öllu sé óhætt?“ Rödd hennar var hjáróma og óeðlileg er hún sagði með mestu — 45 —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.