Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 60

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 60
B E R G M Á L----------------- kveðjuskyni, eins og drottning sem tekur á móti hyllingu. „Jæja,“ sagði hún fjörlega, „hvernig gengur vinnan? Hún vatt sér bak við hús Idu, en leit aðeins lauslega á verkið. Þegar hún kom aftur út á flötina sagði hún hátt og beindi orðum sínum til gömlu kvennanna: „Það er kominn tími til að þið njótið góðs af nýtízku tækjum.“ Hið eina sem rauf þögnina var klip-klap-ið frá skærum Söru sem klippti vafningsrósina. En frú Hope-Carey var niðursokk- in við að skoða blómsturbeðin. Hún gekk í kringum Lizzi sem var í vafa um hvort hún ætti að sitja á hækjum sínum, eða hvort hún ætti að standa á fætur og afleiðingin varð sú að hún var í stellingum sem voru mitt á milli og hélt á spaðanum í hend- inni. „En hvað stjúpmæðurnar eru yndislegar,“ sagði frú Hope- Cary náðug. „Það eru reyndar öll blómin yðar. Þér hafið líka græna fingur, frú Lizzi.“ Lizzi leit, alveg rugluð á fingurnar. „Þær eru svartar frú, af óhreinindum.“ „Ég meinti þetta ekki bókstaf- lega,“ sagði frúin brosandi. „í sveitinni segjum við að sá garð- yrkjumaður, sem öll blóm þríf- ------------------ Desember ast hjá, hafi græna fingur. Eruð þér annars ekki úr sveit? Ef svo væri ekki munduð þér ekki búa í fátækrahælinu okkar.“ „Ég átti heima í sama þorpi í 77 ár,“ svaraði Lizzi blíðlega. Ég giftist og átti .... “ Sara hafði flýtt sér niður stigann og inn. Gluggi var opn- aður, hastarlega, og út um hann kom handleggur Söru og hringdi ■ af öllum kröftum, tebjöllunni. „Nú er hringt í te,“ tautaði frú Hope-Cary. „Já, frú,“ sagði Lizzi sak- leysislega. „Ég vona,‘“ sagði frú Hope- Cary að lokum, „að þið drekkið ekki svart te?“ „Nei, frú.“ Frúin hafði haldið alllangan fyrirlestur um það, hvað sterkt te væri óhollt. „Það hefur svo slæm áhrif á meltinguna,“ tautaði hún og beygði sig niður til að athuga marglitan valmúuskúf. Gömlu konurnar drukku teið saman. Frú Hope-Carey var farin og hafði skellt hliðinu í lás á eftir sér. Lizzi reri fram og til baka af hlátri. Hún var hláturmildust þeirra allra. „Grænir fingur," stundi hún, „grænir fingur. Guði sé lof fyrir að sál mín er ekki græn líka.“ „Þú áttir ekki að vera að 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.