Goðasteinn - 01.09.2005, Page 7
Goðasteinn 2005
Fylgt úr hlaði
JÓN ÞÓRÐARSON,
FORMAÐUR RITNEFNDAR GOÐASTEINS
Ekki náðist það markmið að koma ritinu út fyrir hvítasunnu eins og ég sagði í ritstjómarpistli á
síðasta ári að stefnt væri að, en að koma Goðasteini út um mánaðamótin júní/júlí er þó sæmilegur
árangur miðað við hvað verið hefur undanfarin ár. Hvítasunnan verður áfram markmið og ég vona
að það náist á næsta ári.
Annað markmið sem ég setti á síðasta ári var að sveitarfélögin byrjuðu aftur að skila inn
skýrslum/yfirlitum en það hafði ekki gerst frá því „sameiningamar miklu” urðu og stóru sveitar-
félögin urðu til. Nú skila öll sveitarfélög í sýslunni ársyfirliti; Asahreppur, Rangárþing ytra og
Rangárþing eystra. Og það er ásetningur ritnefndar að svo verði árlega hér eftir enda fátt sem
hentar betur í samtímaumfjöllun fyrir ritið sem er gefið út af Héraðsnefnd Rangárþings.
Vegna veikinda varð listamaður, eða listamenn öllu heldur, Goðasteins að bíða að þessu sinni
til næsta árs. Þess í stað leyfi ég mér að benda á stóran greinaflokk um Múlakot í Fljótshlíð og
listamanninn Olaf Túbals sem þarbjó.
Annað efni er að mestu með hefðbundnu sniði og sjá lesendur það rakið í efnisyfiliti.
í ágætu símtali sem ég átti við séra Halldór Gunnarsson í Holti sem gegndi starfi prófasts
Rangæinga sl. ár barst umdeildur stuðningur íslendinga við hemað í Miðausturlöndum í tal. Sagði
ég honum frá og fór með fyrir hann kvæði sem Vilhjálmur Olafsson frá Hvammi á Landi orti árið
1917 og á jafn vel við í dag. Halldór skoraði á mig að birta kvæðið í Goðasteini og er orðið við
þeirri áskorun hér. Kvæðið er birt stafrétt:
Mál er að sœttast
Mál er að stöðva blóðið, brœður góðir,
blóðug er höndin, grætur ekkja og móðir.
Mál er að sœttast, blindu, breizku þjóðir,
brennandi að deyða haturslogaglóðir.
Hví skal nú lengur hyggja á hefndir, lýðir,
hjörtun vor drottinn prófar öll um síðir.
Takizt í hendur eins og brœður blíðir,
boðið núfriðaöld og sœlli tíðir.
Friðarins guð, ó, heyr hvers heimur biður,
hjartnanna þrá sér braut til hœða ryður,
seg til vor faðir, jriður sé með yður,
frið þinn oss, drottinn, sendu á jörðu niður.
Vilhjálmur Ólafsson frá Hvammi á Landi
(Kvæði og stökur, Reykjavík 1966. Gefið út á kostnað höfundar. Letur s/f.)
Að efndu þessu loforði mínu við sr. Halldór óskar ritnefnd lesendum góðra stunda með
Goðastein milli handa.
Jón Þórðarson formaður ritnefndar
-5-