Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 17
Goðasteinn 2005
Svava Björk Helgadóttir Álftarhóli:
Edinborgarferð
Kvenfélagsins Freyju 2004
í októbermánuði árið 1934 komu saman nokkrar konur í þinghúsinu að Krossi
í Austur-Landeyjum og stofnuðu kvenfélag sem fékk nafnið Freyja. Tilgangur
félagsins var svipaður og hjá öðrum kvenfélögum á þessum tíma, að efla samúð
og samvinnu meðal kvenna, gleðja og styrkja fátæka og styðja hvers konar
þjóðþrifamál en þó fyrst og fremst innan sinnar sveitar. Að þessum markmiðum
hafa kvenfélög unnið með misjöfnum áherslum sem fara eftir aðstæðum og
tíðaranda hverju sinni. Þau hafa verið vakandi yfir hvar þörf sé á stuðningi bæði
innan sveitar og einnig við opinberar stofnanir svo sem dvalarheimili, heilsu-
gæslu, kirkjur og þess háttar. Einnig hafa þau séð um að halda margvísleg nám-
skeið og þá aðallega í alls kyns handavinnu og listum og boðið sveitungum upp á
veitingaþjónustu við jarðafarir og önnur tilefni. Einnig hafa þau staðið fyrir ferða-
lögum og þá oft í samvinnu við önnur félög þar sem sveitungamir fóru saman í
hópferðir. Sá hluti starfsins hefur áreiðanlega haft mikið að segja við að skapa
samhug og samkennd meðal sveitunga þar sem þeir skemmta sér saman í öðru
umhverfi og kynnast nýjum hliðum á hver öðrum.
í gegnum tíðina hefur kvenfélagið Freyja haldið árshátíðir sínar og fagnað
afmælum í félagsheimilinu Gunnarshólma þar sem kvenfélagskonur hafa séð um
skemmtiatriði, boðið upp á veitingar og dansað fram á nótt. Eigum við margar
góðar minningar frá þeim skemmtunum, en í tilefni 70 ára afmælis Freyju var
ákveðið að breyta til og halda upp á afmælið með því að fara í skemmtiferð til
Edinborgar í Skotlandi. Kvenfélagið styrkti félagsmenn til fararinnar og þátttakan
var mjög góð. Alls fóru 26 konur á aldrinum 20 ára til 73 ára, en í kvenfélaginu
voru samtals á þessum tíma 33 konur, auk 5 heiðursfélaga. Ferðin var keypt hjá
ferðaskrifstofunni Úrval-Utsýn og fararstjóri var Kjartan Trausti Sigurðsson.
Aðfararnótt fimmtudagsins 14. október, nánar tiltekið upp úr klukkan tvö,
lögðum við af stað frá félagsheimili sveitarinnar en flogið var frá Keflavík
klukkan 07:20. Lentum við í Glasgow kl. 10:25 að staðartíma og við tók rútuferð
til Edinborgar þar sem við bókuðum okkur á hótelið. Þar næst var farið á rölt,
umhverfið skoðað, farið í búðir o.fl. Um kvöldið var ákveðið að fara út að borða
og var okkur vísað á ítalskan pizzustað í nágrenninu og gengum við þangað. Þar
fengum við höfðinglegar móttökur og voru pantaðar margar pizzur með mismun-
-15-