Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 17

Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 17
Goðasteinn 2005 Svava Björk Helgadóttir Álftarhóli: Edinborgarferð Kvenfélagsins Freyju 2004 í októbermánuði árið 1934 komu saman nokkrar konur í þinghúsinu að Krossi í Austur-Landeyjum og stofnuðu kvenfélag sem fékk nafnið Freyja. Tilgangur félagsins var svipaður og hjá öðrum kvenfélögum á þessum tíma, að efla samúð og samvinnu meðal kvenna, gleðja og styrkja fátæka og styðja hvers konar þjóðþrifamál en þó fyrst og fremst innan sinnar sveitar. Að þessum markmiðum hafa kvenfélög unnið með misjöfnum áherslum sem fara eftir aðstæðum og tíðaranda hverju sinni. Þau hafa verið vakandi yfir hvar þörf sé á stuðningi bæði innan sveitar og einnig við opinberar stofnanir svo sem dvalarheimili, heilsu- gæslu, kirkjur og þess háttar. Einnig hafa þau séð um að halda margvísleg nám- skeið og þá aðallega í alls kyns handavinnu og listum og boðið sveitungum upp á veitingaþjónustu við jarðafarir og önnur tilefni. Einnig hafa þau staðið fyrir ferða- lögum og þá oft í samvinnu við önnur félög þar sem sveitungamir fóru saman í hópferðir. Sá hluti starfsins hefur áreiðanlega haft mikið að segja við að skapa samhug og samkennd meðal sveitunga þar sem þeir skemmta sér saman í öðru umhverfi og kynnast nýjum hliðum á hver öðrum. í gegnum tíðina hefur kvenfélagið Freyja haldið árshátíðir sínar og fagnað afmælum í félagsheimilinu Gunnarshólma þar sem kvenfélagskonur hafa séð um skemmtiatriði, boðið upp á veitingar og dansað fram á nótt. Eigum við margar góðar minningar frá þeim skemmtunum, en í tilefni 70 ára afmælis Freyju var ákveðið að breyta til og halda upp á afmælið með því að fara í skemmtiferð til Edinborgar í Skotlandi. Kvenfélagið styrkti félagsmenn til fararinnar og þátttakan var mjög góð. Alls fóru 26 konur á aldrinum 20 ára til 73 ára, en í kvenfélaginu voru samtals á þessum tíma 33 konur, auk 5 heiðursfélaga. Ferðin var keypt hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Utsýn og fararstjóri var Kjartan Trausti Sigurðsson. Aðfararnótt fimmtudagsins 14. október, nánar tiltekið upp úr klukkan tvö, lögðum við af stað frá félagsheimili sveitarinnar en flogið var frá Keflavík klukkan 07:20. Lentum við í Glasgow kl. 10:25 að staðartíma og við tók rútuferð til Edinborgar þar sem við bókuðum okkur á hótelið. Þar næst var farið á rölt, umhverfið skoðað, farið í búðir o.fl. Um kvöldið var ákveðið að fara út að borða og var okkur vísað á ítalskan pizzustað í nágrenninu og gengum við þangað. Þar fengum við höfðinglegar móttökur og voru pantaðar margar pizzur með mismun- -15-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.