Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 26
Goðasteinn 2005
Hópmynd af Edinborgarförum tekin við ferðalok. Guðbjörg Albertsdóttir, Jóna
Guðmundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, María Garðarsdóttir,
Hrönn Leifsdóttir, Sœbjörg Tyrfingsdóttir, Agnes Antonsdóttir, Guðrún Jónsdóttir,
Svava Björk Helgadóttir, Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir, Silja Agústsdóttir,
Kristín Sigurðardóttir, Kristjana Margrét Oskarsdóttir, Dóra Olafsdóttir, Bertha
Kvaran, Björk Svavarsdóttir, Sigrún Hildur Ragnarsdóttir, Guðrún Aradóttir,
Guðný Sólveig Sigurðardóttir, Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Olga Thorarensen,
Sigríður Erlendsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir, Jóna Sigþórsdóttir, Gerður
Elimarsdóttir.
Því næst var haldið út í rútu og leiðin lá í brugghús, nema hvað. Farið var til
Glenfurret og þar áttum við að fá að vita allt um skoska viskíið sem Skotar eru
þekktir fyrir. Þetta var eitt minnsta opinbera brugghús Skotlands þar sem framleitt
var eðalviskí. Tekið var vel á móti okkur og vorum við leidd um verksmiðjuna og
frædd um vinnsluferlið og í lokin vorum við tekin í kennslustund um hvernig
drekka eigi viskí, en það er nefnilega ekki sama hvemig það er gert og komumst
við að því að íslenska aðferðin er ekki sú rétta. Þar var okkur líka sagt frá
merkiskettinum Towser sem lést árið 1987, þá 24 ára gamall og hafði veitt 28.899
mýs sem okkur þótti nokkuð gott ævistarf.
Að því loknu fengum við okkur hressingu í matsölustað brugghússins og
enduðum svo heimsóknina í minjagripaversluninni og voru keyptir minjagripir
bæði í föstu og fljótandi formi. A leiðinni aftur til Edinborgar var keyrt eftir hæð-
um Skotlands gegnum bújarðir og sveitaþorp og ekki laust við að íslenskum
sveitakonum þætti skoski búpeningurinn nokkuð frábrugðinn þeim íslenska.
-24-