Goðasteinn - 01.09.2005, Page 28
Goðasteinn 2005
Sr. Skírnir Garðarsson afleysingaprestur:
Veturseta í Odda 2003-2004
Stutt hugleiðing á Oddastefnu 22. maí 2004
Mér var falið það verkefni að þjóna Oddaprestakalli nú í vetur. Ég hef að sjálf-
sögðu búið í Odda eins og lög gera ráð fyrir allt fra haustdögum s.l. haust, og mun
hér gera grein fyrir nokkrum atriðum sem ég hefi velt fyrir mér meðan á dvölinni
stóð. Sumt er fest á blað í ljósi staðreynda eða sögulegra heimilda, annað er meira
séð frá sjónarhóli þess sem reynir að geta í eyður sögunnar, því þær eru sennilega
býsna margar.
Oddastaður er vafinn hjúpi þjóðsagna og munnmælasagna. Margar þeirra
tengjast Sæmundi hinum fróða, prestinum og fræðimanninum, sem sat staðinn á
ofanverðri 11. öld. Seinni tíma sögusagnir eru einnig til, en verða ekki tíundaðar.
Tengjast flestar munnmælasögur álögum, álagablettum, reimleikum eða einhverj-
um yfimáttúrulegum fyrirbærum eins og gengur og gerist.
Athyglisvert er hins vegar að tiltölulega fáar áreiðanlegar heimildir greina frá
staðreyndum, hverjir námu land í Odda og hvenær, hvað kennt var í skólanum
sem var þar, hvemig staðnum hnignaði o.s.frv. Þó eru til merkar greinar um þessi
mál og hafa a.m.k tvær þeirra birst í Goðasteini, skrifaðar af Arna Hjartarsyni og
Jóni. H. Aðalsteinssyni. Ég tíunda ekki frekar hér hvað skrifað hefur verið, enda
erindi þetta ekki fræðilegs eðlis, nema að litlu leyti.
Ég geng út frá því sem gefinni staðreynd að Oddastaður muni hafa verið eitt
merkasta menningarsetur landsins á sínum blómaskeiðum. Og ekki nóg með það,
hér voru bæði völd og auður í ríkum mæli. Hér réðu hinir voldugu Oddaverjar
ríkjum og hér var eitt eftirsóttasta brauð (prestakall) landsins um aldir. Víða rekst
ég á heimildir í sveitalýsingum og sögulegum ritum er tengjast Odda, því staður-
inn átti landareignir og jarðir í mörgum hreppum, einnig ítök og alls kyns hlunn-
indi.
Þegar gengið er um staðinn má víða sjá menjar og merki fornrar frægðar. Á því
svæði sem ég tel eðlilegt að nefna Oddatorfuna voru auk stórbýlisins Odda a.m.k.
-26-