Goðasteinn - 01.09.2005, Page 29

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 29
Goðasteinn 2005 sjö hjáleigur, auk gripahúsa, fjárhúsa og ýmissa annarra mannvirkja. Margir og merkir hellar hafa verið og eru enn sýnilegir á svæðinu, í raun langt umfram það sem eðlilegt má telja og verður vikið að þessu atriði síðar. Margir tugir manna hafa búið á torfunni samtímis, og á dögum skólahalds má ætla að mannfjöldinn hafi jafnvel verið á bilinu 150 - 200 samtals. Eru þá ótaldir ábúendur þeirra jarða sem fjarri lágu staðnum, en voru þó í beinu samhengi. A okkar mælikvarða tölum við hér um heilt sveitaþorp, allavega þegar litið er til fólksfjöldans. Þó Oddastaður sé í raun snyrtilegur og vel útlítandi leyfi ég mér samt að segja að hann megi muna fífil sinn fegri, allavega ef litið er á íbúafjöldann. í vetur hef ég löngum dvalið einn á staðnum, auk heimilisfólksins í Ekru og Vindási sem að hluta sækir vinnu utan heimilis. Horfnar eru hjáleigur, vinnufólk og búpeningur að miklu leyti, horfið er iðandi mannlíf á krossgötum sveitalífsins, ef svo mætti segja. Ég hefi leyft mér þann munað að reyna að hlusta á nið aldanna hér á þessum merka stað. Ég hefi gengið um staðinn, margoft, bæði að degi og nóttu, horft til himins og jarðar, leyft tóftarbrotunum að segja þöglar sögur, leyft hellistóftunum að syngja sín vers og látið ímyndunaraflið fá að fljúga yfir stund og stað. Hvergi sá ég himininn eins opinn og sjóndeildarhringinn eins magnaðan og í Odda, og hvergi naut ég stormanna og niðar vindanna eins og þar. Ég sá sólina setjast djúpt í vestri og rísa við Eyjafjöllin, berandi skilaboð um nýjan dag. Hvergi var ég eins lítill frammi fyrir þessu undri en samt svo stór og þýðingarmill hluti af almættinu, áhorfandinn og þátttakandinn í eilífri lífkeðju almættisins. Oddi er merkileg blanda af berangri og skjóli. Berangurinn felst í að veður eru válynd, opið til allra himinátta. Skjólið felst í móbergshryggnum sem staðurinn er grundvallaður á, þar er ætíð skjól að finna einhvers staðar bak við krappar öldur hryggjarins, sem teygir sig nokkra tugi metra yfir sjávarmálið. Á gönguferðum mínum um staðinn tók ég eftir því að hellarnir eru jafnan staðsettir einmitt þar sem skjóls má leita fyrir hvössum veðrum. Hér kem ég að því atriði sem er næsta eðlilegt að sjá fyrir sér. Elstu hellarnir eru grafnir af hús- lausum farandmönnum sem leituðu skjóls, eða jafnvel vetursetu. Ég hefi búið í Noregi, landi víkinganna. Þar hef ég ekki séð slíka hella í móbergi, norskir víkingar ruddu skóg og byggðu úr tré. Hafi nú Island verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru, eins og Ari fróði segir, hvers vegna þá hellar? -27-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.