Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 30
Goðasteinn 2005
Látum nú ímyndunaraflið fá að fljúga ofurlítið og gefum frumbyggjanum
orðið.
„ Við komum bát okkar að suðurströnd landsins og leituðum hafnar, en
fundum ekki. Rerum við inn í ós nokkurn (Háfsós?) en snerum austur og
börðumst upp í annan ós nokkru austar. Var þar votlendi um allt en
margar ár og óbeislaðar. Brutum við bát okkar en tókst að bjarga mönn-
um íflœðiengjum (Oddaflóðum?). Var þar fjallasýn œgifögur og víðir
vellir í norðri. Gengum við að móbergshrygg aflöngum er reis úrflat-
neskjunni, voru menn vosbúnir og kaldir, enda vetur í aðsigi hér í land-
inu við ystu endimörk. Enga sáum við menn eða merki um búsetu, virtist
landið ósnortið. Var afráðið að grafa hella í bergið og refta yfir og
vannst verkið sœmilega. Var vistin þó köld og erfið og létust menn um
veturinn af sjúkdómum og vesöld þó snjólétt vœri. Gengið var reglulega
á hólinn (Gammabrekku?) og skygnst um. Framliðnir voru að vori greft-
raðir í hceðina norðaustanmegin, þar semfegurst sést sólarupprás við
fjöllin miklu er rísa ísjónhring (Eyjafjöllin)
Svo mörg eru þau ímynduðu orð. Ekki er víst að þau séu sannleikanum
samkvæmt fremur en sköpunarsaga hinnar helgu bókar. Hitt er víst að þau eru
áminning um að kirkjugarðurinn sé gamall, sennilega einn sá elsti á Islandi. Og
hvort sem hann er upprunalega sprottinn úr heiðnum eða kristnum sið er eitt víst:
Kirkjugarðurinn er eldri en kirkjan, það segir staðsetningin. Upprisan og hið eilífa
líf í sæluvist almættisins opinberast bókstaflega í geislum morgunsólarinnar þar
sem hún smeygir sér framundan fjöllunum í austri, þetta geta menn sjálfir sann-
reynt á köldum síðvetrardegi, séð úr kirkjugarðinum í Odda.
Ég hefi lifað á, í og með staðnum í allnokkra mánuði. Hlustað eftir nið ald-
anna, horft til fjallahringsins og fylgt gangi himintungla. í Odda eru sakramentin
fleiri en tvö, staður og stund verða jafnvel heilög á slíkum stað. Hinir látnu hvíla í
ró og það ríkir friður í ranni lifenda og látinna.
Efirfarandi erindi kom í hugan eitt sinn er ég gekk um kirkjugarðinn á
Oddastað:
Þú helgi reitur, Guðs á grund, þú gefur sálum ró.
Þú veitir huggun, léttir lund,
þú lœknar hverja sára und.
Þú helgi reitur Guðs á grund, þú gefur sálum ró.
-28-