Goðasteinn - 01.09.2005, Page 32

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 32
Goðasteinn 2005 Guðjón Ólafsson Syðstu-Mörk: Frá fjallferðum Á árunum 1938 til 1963 tók ég þátt í smölun afrétta Vestur-Eyfellinga flest haust, þá voru gerðar þrjár leitir eins og gert var bæði fyrr og síðar, stundum fór ég í tvær eða fleiri ferðir sama haustið. Eftir 1944 smöluðum við líka skógræktargirðinguna á Þórsmörk og Goðalandi en afréttir okkar liggja að henni bæði að innan og framan, en þar sem svæðið var ekki hringgirt fór alltaf eitthvað af fé inn á það vegna þess að sumar kindur telja ekki eftir sér að fara upp í skriður og kletta til að komast í góðan haga en haginn á Þórsmörk og Goðalandi var betri en hægt var að finna annars staðar á þessum slóðum. Það kom líka fyrir að Krossá eða Hvanná skemmdu girðinguna í vatna- vöxtum og þá gat opnast leið fyrir fé inn í hana. Frá 1944 fram að niðurskurðinum 1952 voru tveir leitarmannaflokkar sem smöluðu þetta landsvæði, annar sunnan Krossár en hinn norðan, að öðru leyti en því að Teigstungur voru smalaðar með Þórsmörk. En eftir fjárskiptin var einn hópur sem smalaði svæðið allt og þá á fjórum dögum en með ferðunum fram og til baka fóru sex dagar í fjallferðina. Eftir að Ferðafélag íslands byggði skála sinn í Langadal vorum við þar allar næturnar sem við vorum í ferðinni. Það var mikill munur heldur en að gista í bólum eða tjöldum eins og við höfðum búið við áður. Þessar ferðir voru sannkallaðar ævintýraferðir. Ég veit ekki hvort mér þótti minna til þess koma að fara í fjallferðir en sportveiðimönnum að fara í laxveiði. Þó voru þessar ferðir mjög erfiðar. Allir voru afréttirnir smalaðir gangandi, ekkert var hægt að smala á hestum en farið var ríðandi inn fyrir, sem kallað var, eða þangað sem smölun hófst að morgni. Göngur voru svo langar og erfiðar að sjaldgæft var að eldri menn en um fimmtugt færu í fjallferðirnar, nema þá til þess að vera með hestana. Jökulár skipta svæðinu niður í afmarkaða hluta sem smalaðir voru hver út af fyrir sig. Því var féð sem kom úr smölun að kvöldi hvers dags látið í girðingu og geymt þar á haga þar til rekið var af stað fram til byggða. Þessar girðingar voru tvær, önnur í Húsadal en hin á Fagraskógi á Stakkholti. Þessi afréttarlönd eru mjög brattlend og sundurskorin af giljum og gljúfrum, þar eru víða hamrar með hillum og öðrum stöðum sem kindur fara í en komast -30-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.