Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 34
Goðasteinn 2005
ekki til baka eða upp úr aftur. Svo kom líka oft fyrir í smölun að kindur sem treg-
lega rákust fóru í slíka staði. Helst kom það fyrir þegar þær flúðu undan hundum
út í hamrana. Það tók stundum talsverðan tíma að bjarga fé úr þessum sveltum,
eins og þau voru kölluð. Mest var um það á afréttunum sunnan Krossár,
Stakkholti, Steinsholti og Merkurtungum, en það kom líka fyrir annars staðar.
Alltaf var til sérstakt band sem farið var með í fjallferðir til þess að hafa stuðn-
ing af við að komast í sveltin og til öryggis þegar kindur voru teknar við hættu-
legar aðstæður. Fyrir kom að síga þurfti í lausu lofti til að komast þangað sem
kindurnar voru, en sjaldgæft var það. Þetta band var kallað sigband.
Nú eru liðin 14 ár frá því að síðast var farið með fé á afrétti Vestur-Eyfellinga.
Ovíst er hvenær verður farið með fé á þessa afrétti aftur. Mér finnst því ástæða til
að setja á blað eitthvað um hvernig var staðið að verkum í fjallferðum á þessum
afréttum, sérstaklega það sem öðruvísi kynni að hafa verið en víðast annars
staðar.
Ég ætla því að skrifa hér lýsingu á, hvernig það gekk fyrir sig að ná kindum úr
sveltum eða sjálfheldu í hömrunum í nokkur skipti af þeim sem ég tók þátt í þess-
um afréttarferðum.
Þó að ég sé sjálfur virkur þátttakandi í því sem hér verður sagt frá ber ekki að
skilja það svo að ég telji mig hafa verið færari öllum öðrum til svona verka.
Astæðan fyrir því að ég er sjálfur aðalpersónan í frásögnunum er sú að ég man
ekki nógu vel eftir öðru en því sem ég tók sjálfur beinan þátt í, enda 40 til 60 ár
síðan atburðirnir gerðust.
Einu sinni á seinni árunum sem ég fór í fjallferð kom það fyrir að sigband var
ekki með í annarri leit. Þetta átti ekki að geta komið fyrir. En ekki man ég lengur
hvernig á því stóð að það gerðist. Þá var lamb í slæmu svelti í Bjórgilinu á
Almenningum, það hafði sést þar í fyrstu leit en ekki verið lagt í að ná því eða
ekki verið tími til þess. Bjórgilið er hrikalegt hamragljúfur sem gengur inn frá
Fljótsgilinu, þar eru háir þverhníptir hamraveggir. í norðausturveggnum miðjum
var lambið á hillu.
Við fórum þangað fjórir til þess að athuga hvort mögulegt væri að bjarga lamb-
inu án þess að vera með sigband. Við höfðum fundið dálitla hönk af fremur gildu
snæri í skúr við skálann í Langadal og tekið hana með okkur. Þegar við komum á
suðvesturbrún gilsins, sýndist okkur þetta vera vonlaust en þar sem við höfðum
reynslu af að erfitt væri að meta hamravegg sem horft væri á úr gagnstæðri átt
fórum við norður fyrir gilið til að athuga aðstæður betur. Þá sáum við að það var
möguleiki að komast niður á hilluna þangað sem lambið var en til þess þurfti
band nægilega sterkt til þess að síga í. Við vorum þarna með fjóra hesta, þeir voru
allir með kaðalbeislum. Við tókum þau, bundum þau saman, hnýttum síðan
-32-