Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 36
Goðasteinn 2005
manni við bandið. Þeim sem uppi voru fannst ég vera búinn að vera lengi niðri,
þó að mér fyndist það ekki, en þeir sáu ekki til mín og gátu ekkert samband við
mig haft frá því ég leysti af mér bandið, þar til ég kom að því aftur.
Þegar svona stendur á er tíminn lengi að líða hjá þeim sem uppi bíða og tekur
meira á taugarnar fyrir þá en hjá þeim sem í sveltið fer, þó að það sé á agalegum
stað. Lambið var hvítur hrútur. Hann var orðinn mjög rýr, hefur verið búinn að
vera þarna lengi. Hafi einhver hagi verið í hillunni í byrjun hefur hann verið
þrotinn fyrir löngu. Við sem vorum í þessari ferð vissum ekki til að þama hefði
kind farið í svelti áður. Þetta gerðist á árunum milli 1957 og 1962. Seinna sagði
Erlendur í Hamragörðum mér að hann vissi um að einu sinni fyrir löngu hefði
verið tekin kind úr þessu svelti. Þá hafi Kristján Ólafsson í Eyvindarholti, síðar
bóndi á Seljalandi, farið niður í það.
Á Merkurtungum er staður, sem kallaður var Stórasvelti. Það er innarlega í
brúninni sunnan í Tungunum. Þarna eru grasigrónar brekkur á dálitlum bletti og
því nokkur hagi en lág bergbrún sem vamar því að kindur komist upp úr þessum
stað. Neðan við brekkurnar er skora í bergbrúnina. Ef kindur fóru niður í hana
komust þær ekki upp aftur þangað sem haginn var.
Á fyrstu árunum sem ég fór í fjallferðir voru oft kindur í Stórasvelti. Ég man
eftir að ég tók tvisvar þátt í að taka kindur þama. í annað sinnið var það lamb.
Það var niðri í skorunni, búið að vera þar nokkum tíma. Til hliðar við skomna
vestan megin var mjög brattur bergflái. Þangað fór lambið þegar við fóram að
nálgast það. Þar var mjög slæm aðstaða til að taka kind því ekki var hægt að hafa
þar stuðning af bandi ofan frá. Við fórum þrír niður í skoruna og höfðum með
okkur band. Það voru Einar Sæmundsson í Stóru-Mörk, Ólafur Kjartansson í
Eyvindarholti og ég.
Ólafur bauðst til að fara út í fláann og reyna að reka lambið til baka inn í skor-
una. Út á þennan fláa var ekki farið án þess að vera í bandi. Þess vegna fórum við
þrír niður, þó ekki væri beinn stuðningur að því fyrir þann sem á fláanum var,
heldur til öryggis um að fara ekki fram af flugbrúninni ef eitthvað kæmi fyrir.
Þetta heppnaðist hjá Ólafi og við tókum lambið svo þegar það kom niður af
fláanum. Enginn okkar hinna sem í þessari fjallferð voru hefði leikið þetta eftir.
Meðan við vorum þarna að binda lambið til þess að draga það upp, losnaði stór
steinn úr brúninni fyrir ofan mig og féll niður. Bandið hefir sennilega hreyft eitt-
hvað við honum, þegar við vorum að fara niður í skoruna. Einar tók eftir því
þegar hann var að byrja að skrika af stað. Hann kallaði til mín og varaði mig við
svo ég slapp.
Ólafur í Eyvindarholti var mjög fær fjallmaður. Hann var léttur til gangs,
laginn að smala við erfiðar aðstæður, úthaldsgóður og þrautseigur. Hann var því
-34-