Goðasteinn - 01.09.2005, Page 41
Goðasteinn 2005
Úr þessu rættist þó og
pakkhúsmenn KR upplýstu að
sementið kæmi að kvöldi 16.
maí. Flutningabíll kaupfélags-
ins, hlaðinn sementi, birtist svo
á bæjarhlaðinu síðla kvölds og
kom beint úr Reykjavík, en fyrr
um daginn hafði sami bílstjóri
flutt annan sementsfarm í
pakkhúsið á Hvolsvelli.
Ákveðið hafði verið að
steypa daginn eftir og bóndinn
á bænum hafði tryggt sér
nægan mannskap í steypuvinn-
una. Strax var sagt já við beiðni
hans eins og siður sveitunganna
var þegar beðið var um hjálp
við steypuvinnu. Þetta var þó
annatími hjá bændum þar sem
sauðburður var nýbyrjaður og
vorverk stóðu sem hæst en
enginn setti það fyrir sig.
Hrærivélarstjóri í þessari
steypu var Brynjólfur Jónsson
og var hann mættur í tíma eins
og hans var von og vísa. Hann
flutti með sér allt sem með
þurfti, hrærivél, gálga, knegti, hjólbörur, tunnu og sterkan vírstreng. Var hafist
handa við að reisa gálgann nálægt einu horni steypumótanna um leið og nægur
mannskapur var kominn. Gálginn var drumbur ferkantaður og mikill, líklega 8x8
tommur, rekinn saman úr plönkum. Knegtið var þríhyrningur gerður úr vinkiljárni
og var lárétta skammhliðin sennilega nálægt 60 sm að lengd, en sú lóðrétta sem
lék við gálgann u.þ.b. 90 sm. Sú hlið hékk á öflugum hjörum sem festar voru á
gálgann með jámklemmum í hæfilegri hæð. Ofan á knegtinu voru tvö skoruhjól á
ásum milli vinklanna, annað fremst og hitt uppi við gálgann. Þriðja hjólið var svo
fest við gálgann niður undir jörð. Stundum var gálginn grafinn eitthvað niður, en
mótin sem hér átti að steypa í voru það há að því varð ekki við komið og átti það
við um flestar hlöðubyggingar og var gálginn þá tryggilega festur við mótin með
Tunna áferð. Teikning: Ragnar Böðvarsson
-39-