Goðasteinn - 01.09.2005, Page 43
Goðasteinn 2005
hugmynd að þeir væru í kapphlaupi á íþróttavelli. Tveir menn sáu um að steyp-
unni væri dreift sem jafnast í mótin. Þeir höfðu í höndum langar stengur og með
þeim löguðu þeir til passklossa sem voru á víð og dreif í mótunum, svo að þeir
stæðu ekki þvert í gegnum vegginn og stutluðu svo steypuna eftir því sem þeir
töldu þörf á.
Lítil hlé gáfust í vinnu sem þessari, ölium var kappsmál að ljúka verkinu sem
fyrst, enda jafnan nóg að gera við búverk á hverjum bæ. Menn sátu því ekki lengi
á skrafstólum, en sumir höfðu þó tækifæri til nokkurra orðaskipta, einkum þeir
sem unnu í nálægð hver við annan uppi á brautum. Þar bar stundum margt á góma
og menn töidu sér fátt mannlegt óviðkomandi og í matar- og kaffitímum voru
málin svo brotin enn betur til mergjar. Hafði einn hinna vönu börustjóra eitt sinn
við orð að steypudagur á tilteknum bæ hefði verið lítið skemmtilegur, þar hefðu
flestir verið sammála.
Húsmæðurnar á bæjunum lögðu á sig mikla vinnu þessa daga og við undirbún-
ing þeirra og víst er að svefntími þeirra nóttina fyrir steypudaginn var oft harla
stuttur, það á a.m.k. við um steypudaginn í Hólmahjáleigu, sem hér er lagður til
grundvallar, en húsmóðirin þar fékk svo aðstoð stúlku sem kom um morguninn.
Alls staðar var fram borinn myndarlegur hádegisverður og í sumum tilvikum
kvöldverður og með kaffinu voru á boðstólum brauð og kökur af svo mörgum
tegundum að sumum þótti nóg um. Að mestu leyti var þetta unnið heima, því
hvort tveggja var að frekar lítið úrval var í búðum í þá daga og einnig lögðu hús-
mæður metnað sinn sinn í að búa sem best að mönnum sem voru þama í erfiðri
vinnu. Góð eldhús voru á öllum bæjum en augljóst er að talsvert var lagt á þá eða
þær sem í því unnu þegar skyndilega þurfti að framreiða mat og kaffi handa hátt í
tuttugu manns þar sem venjulega vom kannski aðeins 4-5 manns sem fæða þurfti.
Allt fór þetta þó jafnan vel og menn fóru ánægðir og mettir heim til sín að
loknu verki.
Hlaðan í Hólmahjáleigu er 9,5 x 20 m að innanmáli og vegghæð ríflega 4
metrar. Veggirnir eru 22 sm að þykkt og fóru í þá 230-240 pokar af sementi.
Lokið var við að steypa þá milli kl. 9 og 10 um kvöldið. f fyllingu tímans hófst
bóndinn svo handa við að fjarlægja brautir og mót, naglhreinsa timbrið og skafa.
Síðan gengu smiðirnir í að koma þakinu á og með góðra manna hjálp var hlaðan
tilbúin í tíma.
Ragnar Böðvarsson skráði eftir frásögn Hjalta.
-41-