Goðasteinn - 01.09.2005, Side 45

Goðasteinn - 01.09.2005, Side 45
Goðasteinn 2005 Aðbúnaður á vinnustað í matar- og kaffitímum var enginn, sest var niður á þúfu þar sem þurrast var og helst þurfti að vera hægt að leggjast út af eftir matinn sem var nesti er menn höfðu með sér að heiman. Þó var mönnum stundum færður matur í hádegi ef vinnustaðurinn var nærri heimilum viðkomandi. Enn er mér það í fersku minni hvað sumir gömlu bændurnir voru fljótir að sofna örstutta stund í hádeginu, væri skaplegt veður. Það gátu verið hörku umræður um pólitík eða einhver sveitarmálefni sem skyndilega hljóðnuðu eins og klippt hefði verið á þráð og hroturnar tóku við. Ungviðið aftur á móti fann sér eitt og annað til dundurs en aðallega var þá pískrað og farið í smáleiki eða bara hlegið, enda þurftum við lrka að hvílast. Allir vegagerðarmennirnir sem ég vann með voru jafnframt bændur eða bændasynir sem bættu þessu við sín daglegu störf til að drýgja tekjumar sem voru mjög litlar á þessum árum, í og upp úr heimskreppunni. Ég held að það hafi verið vorið 1944 þegar verið var að taka sand úr nokkuð háum hól, sunnan til í hólaröð, vestast í Lágafellslandi, sem gengu undir nafninu Vatnshólshólar vegna þess að þeir eru í landi beggja jarðanna. Vegarstæðið lá þvert yfir þessi hæðardrög sunn- arlega og því sjálfgefið að taka sand til ofaníburðar í veginn norðan vegarstæðis- ins þar sem hóllinn var hæstur, en ekki er allt sem sýnist. Þarna var miklu meiri mold ofan á sandinum heldur en verið hafði austar í landinu móts við bæinn og austur undir Fljótsvegi þar sem var ekki nema hálf skóflustunga niður á sandinn. Skýringu á þessum mismun fékk ég ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar ég kynntist rannsóknum Hreins Haraldssonar um aldur og myndunarsögu Landeyjanna sem hann birti og varði í doktorsritgerð við Uppsalaháskóla árið 1981. Fljótlega þegar farið var taka sand þama komu í ljós mannvistarleifar sem enginn átti von á þarna úti í hagmýrinni. Mér stráknum 11 ára gömlum fannst þetta ákaflega spennandi og þurfti að rannsaka þetta út í æsar. Þeim fullorðnu og þar á meðal föður mínum, Finnboga Magnússyni, sem var verkstjóri fannst þetta ekki það markvert að ástæða væri til neinna sérstakra aðgerða, t.d. að stöðva framkvæmdir. Enda veit ég ekki hvort samfélag þess tíma hefði nokkuð gert í þessu máli. Þar sem ég mun nú einn af fáum sem enn eru lifandi af þeim sem þarna voru vil ég rifja upp eftir minni það sem þarna var að sjá til þess að hægt sé að rann- saka staðinn síðar, ef áhugi vaknar. Til þess að gera staðinn finnanlegan eftirkomendum, fylgja hnit að nútímahætti. A: 440598 austur (X), 344658 norður (Y) og B: 440571 austur (X), 344673 norður (Y). Þegar þessar minjar komu í ljós samdi ég við karlana, nágranna okkar Odd í Vatnshól, Sigurð í Kúfhól og Halldór á Skíðbakka, um að þeir færu með vagnana fyrir mig eina og eina ferð. í staðinn mokaði ég á vagnana í gryfjunni og notaði pásurnar milli vagna til að grúska í haugnum. Þarna var greinilega um öskuhaug -43-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.