Goðasteinn - 01.09.2005, Page 46
Goðasteinn 2005
frá heimili að ræða, æði mikið af móösku og töluvert af stórgripabeinum, mjög
fúnum, sem lágu í öskunni. Einnig fann ég þama tvö steinbrýni, annað tiltölulega
mjótt og langt, lengdin gæti ég trúað að hafi verið 12-13 cm, þykkt trúlega rúmur
cm en breidd gæti hafa verið um 2 cm. Var það fremur fínt. Hitt brýnið var mun
minna og týndist fljótt. Fyrra brýnið notaði ég sem ljábrýni nokkuð lengi en því
miður er það einnig löngu týnt.
Þegar við eldri borgarar í Rangárþingi fórum í Þjóðminjasafnið í haust, sá ég
brýni sem mér finnst, eftir minni, mjög svipað mínu brýni. Öðrum gripum man ég
ekki eftir en þarna var nokkuð af viðarkolabútum.
Þegar Hreinn Haraldsson var í sínum rannsóknum, sagði ég honum af þessum
fundi, vakti það forvitni hans. Saman fórum við og gerðum smárispu, fundum
strax tvo viðarkolabúta, sem hann fór með og lét aldursgreina með kolefnis-
greiningu. Jafnframt skoðaði hann öskulög. Benti þetta hvort tveggja til þess að
þessar minjar væru frá níundu eða tíundu öld.
Ég minnist þess að verið var að spá í hvað þetta gæti verið og man ég að afi
minn Sæmundur Ólafsson, fæddur 1874, giskaði á að þarna hefði verið sel frá
landnámsjörðinni Ljótarstöðum sem er þarna 12-13 hundruð metrum sunnar. Mér
fannst þetta ekki þá og finnst það raunar ekki enn trúlegt. Finnst staðurinn vera of
nærri til þess. Þó mun á þeim tíma hafa verið töluverður lækur þarna á milli.
Minjar hans í dag sjást ekki en eru bara varðveittar í ömefni. En þess ber þó að
geta að rétt fyrir aldamótin 1900 var sel frá Skíðbakka inni í Lækjum svokölluð-
um sem er ekki mikið lenga frá bæ en þetta. Þar var amma mín Guðrún
Bifreiða- og búvélaeigendur!
Veitum fullkomna viðgerðaþjónustu fyrir bifreiðar-
og landbúnaðartæki
Smuntöð - Sprautun - Hjólbarðavið^erðir - Réttin?ar - Varahlutasala
Erum með faggildingu fyrir endurskoðun
á fólksbifreiðum og þjónustu v/ökurita.
Bílaverkstœðið Rauðalœk
Sími 487 5402 - Fax 487 5401
-44-