Goðasteinn - 01.09.2005, Page 48
Goðasteinn 2005
Guðjón Marteinsson frá Hallstúni:
Fyrsta úthaldið mitt á togara
Það mun hafa verið veturinn 1920 að ég bjóst að heiman fljótlega eftir áramót
eins og að undanförnu til að leita mér atvinnu á komandi vetrarvertíð, eins og
tíðkaðist með unga menn sem ekki höfðu öðrum störfum að sinna. Það verður þá
fyrst fyrir að greina frá þeim beinu utanaðkomandi áhrifum og aðdraganda sem
urðu til þess að ég fór svo ungur um borð í togara sem raun bar vitni. Mér hefur
að vísu aldrei verið ljúft að greina frá þeirri sögu eins og hún var, enda mér ekki
til framdráttar eða heiðurs nema síður sé, en ef maður ætlar að montast við að
segja sögu held ég að það verði affarasælast til að komast hjá ónotum samvisk-
unnar að segja eins satt og rétt frá eins og maður man best, fremur en þó maður
færi að sjóða saman lygasögu, jafnvel þó hún þénaði betur hégómagimd manns
og stærilæti. Ég vona hins vegar að aldur minn afsaki þó að einhverju leyti þá
minnkun sem mér hefur ávallt fundist að ég hafi haft af því máli.
Ég var sem sagt ekki nema rúmlega 16 ára gamall og hafði ég reiknað með að
hola mér niður á róðraskip einhvers staðar á Suðurnesjum. Ég lagði fyrst leið
mína til Reykjavíkur og var bróðir minn, sem var 5 árum eldri en ég, kominn
þangað á undan mér. Honum hafði heppnast að ráða sig á togara, það þótti mikill
fengur í þá daga því hvort tveggja var, að meira öryggi var fyrir góðri þénustu þar
heldur en á opnu skipi suður með sjó sem algengasta úrlausnin var þá fyrir unga
menn úr sveitum landsins. Þar að auki fylgdi því talsverð virðing að vera togara-
sjómaður, enda talin staðreynd að enginn fengi að vera þar nema einn túr ef hann
reyndist ekki til þess hæfur samkvæmt því mati sem þar gilti. Ég var tæplega
farinn að hugsa svo hátt að ég teldi mig þessarar virðingar aðnjótandi. Það hvíldi
líka sá orðrómur á þessu starfi að það væri ekkert barnameðfæri og þá um leið
alveg ofvaxið minni takmörkuðu getu og karlmennsku.
Bróðir minn þekkti vel bátsmanninn á togaranum Jóni forseta og hafði það
komist til tals á milli þeirra að hann réði mig á skipið og greiddi mér ákveðið
kaup og hirti sjálfur það sem umfram væri af þénustunni sem örugglega myndi
verða allmikil upphæð. Þó var það kaup sem hann bauð mér talsvert hærra en um
var að ræða á opnu skipi. Þeir báru svo þetta ráðabrugg upp við mig. Mér fannst
þetta dálítið vafasamt tilboð og bera jafnvel keim af hálfgerðu níðingsverki sem
bátsmaðurinn ætlaði að græða peninga á og bróðir minn ef til vill að nota sem
-46-