Goðasteinn - 01.09.2005, Page 48

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 48
Goðasteinn 2005 Guðjón Marteinsson frá Hallstúni: Fyrsta úthaldið mitt á togara Það mun hafa verið veturinn 1920 að ég bjóst að heiman fljótlega eftir áramót eins og að undanförnu til að leita mér atvinnu á komandi vetrarvertíð, eins og tíðkaðist með unga menn sem ekki höfðu öðrum störfum að sinna. Það verður þá fyrst fyrir að greina frá þeim beinu utanaðkomandi áhrifum og aðdraganda sem urðu til þess að ég fór svo ungur um borð í togara sem raun bar vitni. Mér hefur að vísu aldrei verið ljúft að greina frá þeirri sögu eins og hún var, enda mér ekki til framdráttar eða heiðurs nema síður sé, en ef maður ætlar að montast við að segja sögu held ég að það verði affarasælast til að komast hjá ónotum samvisk- unnar að segja eins satt og rétt frá eins og maður man best, fremur en þó maður færi að sjóða saman lygasögu, jafnvel þó hún þénaði betur hégómagimd manns og stærilæti. Ég vona hins vegar að aldur minn afsaki þó að einhverju leyti þá minnkun sem mér hefur ávallt fundist að ég hafi haft af því máli. Ég var sem sagt ekki nema rúmlega 16 ára gamall og hafði ég reiknað með að hola mér niður á róðraskip einhvers staðar á Suðurnesjum. Ég lagði fyrst leið mína til Reykjavíkur og var bróðir minn, sem var 5 árum eldri en ég, kominn þangað á undan mér. Honum hafði heppnast að ráða sig á togara, það þótti mikill fengur í þá daga því hvort tveggja var, að meira öryggi var fyrir góðri þénustu þar heldur en á opnu skipi suður með sjó sem algengasta úrlausnin var þá fyrir unga menn úr sveitum landsins. Þar að auki fylgdi því talsverð virðing að vera togara- sjómaður, enda talin staðreynd að enginn fengi að vera þar nema einn túr ef hann reyndist ekki til þess hæfur samkvæmt því mati sem þar gilti. Ég var tæplega farinn að hugsa svo hátt að ég teldi mig þessarar virðingar aðnjótandi. Það hvíldi líka sá orðrómur á þessu starfi að það væri ekkert barnameðfæri og þá um leið alveg ofvaxið minni takmörkuðu getu og karlmennsku. Bróðir minn þekkti vel bátsmanninn á togaranum Jóni forseta og hafði það komist til tals á milli þeirra að hann réði mig á skipið og greiddi mér ákveðið kaup og hirti sjálfur það sem umfram væri af þénustunni sem örugglega myndi verða allmikil upphæð. Þó var það kaup sem hann bauð mér talsvert hærra en um var að ræða á opnu skipi. Þeir báru svo þetta ráðabrugg upp við mig. Mér fannst þetta dálítið vafasamt tilboð og bera jafnvel keim af hálfgerðu níðingsverki sem bátsmaðurinn ætlaði að græða peninga á og bróðir minn ef til vill að nota sem -46-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.