Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 55

Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 55
Goðasteinn 2005 fínu fötin okkar en var þó heilmikil sönnun þess að við værum að segja satt því að þá var allt trollgarn tjörulitað og var nú nálamannsstaðan mér tilvalið sönn- unargagn. Þar sem bflstjórinn gat nú ekki lengur efast um stöðu okkar í þjóðfélag- inu, séð frá okkar ágætu sönnunargögnum, afhenti hann okkur flöskuna. Hann gerði að vísu tilraun til að sanna okkur að við værum of ungir til að drekka viskí en við gáfum okkur ekki tíma til að hlusta á þá ræðu til enda en flýttum okkur inn í næsta húsasund og hugðumst njóta þar fyrstu áhrifanna af þessum harðsóttu en ágætu guðaveigum. Þá var ekki mikið um hótel í höfuðborginni, enda ekki heppi- legt að vera með þennan forboðna ávöxt á glámbekk. Þessi saga greinir svo ekki frekar frá viðbrögðum og athæfi okkar Konna þessa nótt á hinum áður óþekktu leiðum mannlegra freistinga. Ekki lentum við í neinum árekstrum við réttvísina, enda kom okkur saman um að við hefðum leyst þessa vígslu prýðilega af hendi og sjálfsagt verðum við aldrei sakaðir um svik við sáttmálann sem allir gangast undir að meira eða minna leyti þegar þeir smakka vín í fyrsta sinn. Það var komið fram á næsta dag þegar við vöknuðum í kojunum okkar en hvort við vorum jafn saklausir sveitadrengir eins og daginn áður er best að full- yrða ekkert um. Eg varð fyrir því óhappi að fá ígerð í greipina á hægri hendi. Það vildi mér þó til að það var áliðið túrs. Ég hausaði með hálfgerðum harmkvælum það sem eftir var túrsins en þegar ég komst í land fór ég að venju heim til frænku minnar. Hún sagði mér að fara strax upp á Landakot til Matthísar læknis. Þegar þangað kom fór Matthías með mig inn í eitthvert afhýsi sem hefur líklega verið skurðstofa því hann byrjaði að skera í lúkuna á mér. Þá kynntist ég fyrst tilsvörum þessa ágæta manns. Hann sagði mér að vera ekki að glápa á þessar aðgerðir, ég mætti skoða það þegar það væri gróið. Hann bannaði mér að fara úr í sjó eins og ég væri á mig kominn. Nú leist mér alls ekki á blikuna og taldi líklegt að nú væru öll áform mín og allt sem ég hafði á mig lagt runnið út í sandinn. Ég bölvaði bæði í hljóði og upphátt og fór í því ástandi til húsbónda míns og tjáði honum ástand mitt. Hann tók því furðuvel og sagði að ég yrði bara hjá konu sinni og fjölskyldu þar til þeir kæmu næst inn. Þau bjuggu í Hafnarfirði og hafði ég kynnst heimilinu nokkuð eftir að ég réðist hjá karlinum þar til skipið fór á veiðar. Ég fór svo til Hafnar- fjarðar um kvöldið og var mér þar vel tekið, konan var mesta heiðurskona og hefði hún ekki getað verið mér betri þó hún hefði verið móðir mín og ekki spillti dóttir hennar sem hún átti frá fyrra hjónabandi veru minni þar. Hún var hugguleg og ágæt stúlka og vorum við jafngömul og tókst með okkur góður félagsskapur og ekki stóð móðir hennar í vegi fyrir þeim vinskap nema síður væri. Ég undi því -53-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.