Goðasteinn - 01.09.2005, Page 62
Goðasteinn 2005
Margrét Jóna ísleifsdóttir, Hvolsvelli:
Læknisverk unnið
í heimahúsi
Afi minn Sveinn Jónsson f. 29. 8. 1850 og kona hans Margrét Guðnadóttir
hófu búskap sinn á parti af Skíðbakka í Austur-Landeyjum 1900-1904. A
vordögum fluttu þau að Miðkoti í Fljótshlíð ásamt börnum sínum Jóhanni f. 23. 5.
1896 og ísleifi föður mínum f. 18. 6. 1900. Sveinn hafði stundað sjósókn í
Landeyjum ásamt því að
stunda smíðar en hann var
jafn hagur á jám og tré og
var gjarna kallaður rokka-
smiður. Rokkar hans voru
eftirsóttir sakir snilldar-
handbragðs. Búskap
stunduðu þau í Miðkoti,
ásamt því að afi fór víða
að hjálpa fólki við smíðar
og lagfæringar á ýmsum
hlutum. Búnaðist þeim
eftir ástæðum á lítilli jörð.
En um 1910 veiktist afi af
berklum í fæti. Læknir
var þá að Stórólfshvoli
Guðmundur Guðfinnsson,
mætur maður sem allir
treystu. Guðmundur sá að
hér þurfti fljótt að bregð-
ast við og taldi nauðsyn-
legt að taka fótinn af. Nú
voru góð ráð dýr, ekkert
sjúkraskýli var komið og
því fátt til bjargar. En í
Sveinn Jónsson
Þar sem engin mynd er til af Sveini fylgir hér með
mannlýsing um hann, gerð af Oddgeiri Guðjónssyni,
ásamt gamalli bændavísu eftir Odd Benediktsson.
í Miðkoti situr Sveinn
sóma vafinn skrúða.
Lifir glaður lyndishreinn
listamennið prúða.
Oddur Benediktsson
Sveinn Jónsson var fæddur 29. ágúst 1850 í Kirkju-
lækjarkoti. For: Jón Sveinsson eldri frá Lambalæk, f. 17.
okt. 1827 á Heylæk, d. á Lambalæk 16. maí 1891 og k.h.
Margrét Snorradóttir, f. 10. apríl 1815 á Mið-Skála, d. 16.
nóv. 1876 á Lambalæk, ekkja Magnúsar Jónssonar b. í
Kirkjulækjarkoti.
Sveinn var í lægra meðallagi á hæð og svaraði sér vel,
skolhærður með enni í lægra lagi, nefið beint, augun blá-
grá, hafði alskegg, allur bar svipur hans vott um glaðlyndi
og góðvilja, hann var mikill hagleiksmaður á alla smíði,
greindur, gestrisinn heiðursmaður og söngvin.
K: Margrét Guðnadóttir frá Hallgeirseyjarhjáleigu í
Landeyjum,f. 11. júní 1869. d. 28. desember 1956.
Sveinn og Margrét bjuggu í Miðkoti frá 1904 til 1922,
síðan Margrét til 1923.
Sveinn andaðist 4. júní 1922.
Oddgeir Guðjónsson
■ - L
-60-