Goðasteinn - 01.09.2005, Page 63
Goðasteinn 2005
Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi var nýlega byggt hús og var leitað til hjónanna
Þorgerðar Jónsdóttur og Einars Einarssonar sem tóku þessari bón vel ef amma
Margrét kæmi líka og hjálpaði til við hjúkrunina. Bæði var að lækninum fannst
styttra að vitja sjúklingsins að Garðsauka, enda þar betur húsað en víða annars
staðar. Ég get ekki annað en dáðst að þessari greiðasemi þar sem í Garðsauka var
stórt heimili og meðal annarra heimilismanna ársgamall sonur þeirra hjóna. Nú
var dagurinn ákveðinn og hjónin í Miðkoti urðu að treysta bróðurdóttur Sveins,
Marin Snon-adóttur, ungri stúlku að sjá um heimilið. Börnin voru Jóhann 14 ára,
Isleifur 10 ára og fóstursonur, Ársæll Böðvarsson, 2 ára. Ferðin var farin á hestum
að sjálfsögðu.
Þá var aðgerðin undirbúin. Ekki var um sótthreinsaða stofu að ræða eða lært
hjúkrunarlið. Aðstæður veit ég ekki um en sá sem sá um svæfinguna var ungur
bóndi, Sigurður Gíslason á Vindási, og læknirinn Guðmundur, ásamt Þorgerði og
Margréti. Fóturinn var tekinn af ca. 20 cm fyrir neðan hnjálið. Allt heppnaðist vel.
Þau hjónin í Miðkoti dvöldu í Garðsauka í þrjár vikur, sár greru og eftir að afi
kom heim fór hann að smíða sér fót og komst fljótlega upp á lag með að nýta sér
hann. Hann tók að mestu leyti við fyrri störfum, fór í smiðju sína og smíðaði og
renndi sem áður fyrr. Sveitungar hans komu með verkfæri og ílát til að fá gert við
og ekki stóð á því að gera fólki greiða, enda höfðu sveitungar hans sýnt hjálpsemi
er illa stóð á.
Sveinn andaðist 4. 6. 1922.
Þessi frásögn mín er byggð á minningu er ég heyrði sem barn og Fanney
Gísladóttir sem var fósturdóttir hjónanna í Miðkoti hefur reynst mér vel í þessum
efnum. Ég leitaði líka til Þjóðskjalasafns og fékk þar upplýsingar um að ártalið
1910 væri rétt.
Hvolsvelli 6. apríl 2005
Margrét Jóna ísleifsdóttir
-61-