Goðasteinn - 01.09.2005, Page 73
Goðasteinn 2005
endur frá ísafirði ásamt kennara sínum í Múlakot. Ekki kemur aldur nemenda
fram, en hvort sem þetta hafa verið nemendur að ljúka barnaskóla eða gagn-
fræðaskóla er ótrúlega mikið við haft. Isafjörður var ekki í vegasambandi við
Suðurland á þessum árum og þetta var í miðri kreppunni.
Af gestabókum Múlakots er erfitt að ráða hve lengi gestir dvöldu í Múlakoti en
vitað er að ýmsir dvöldu vikum saman. A fjórða áratugnum var fjárhagur
þjóðarinnar vægast sagt bágborinn sem hlýtur að hafa dregið úr ferðalögum
efnaminni Islendinga og erlendis fór stríðsótti vaxandi eftir því sem árin liðu.
Sumarið 1939 skráðu alls 42 útlendingar nöfn sín í gestabók Múlakots. Arið
eftir hafði heldur skipt um, þá voru aðeins 10 erlendir menn á ferð. Atta þeirra
voru að öllum líkindum Englendingar, sjálfsagt hermenn. Tveir Danir skrifuðu
líka nafn sitt og danskt heimilisfang en það voru sennilega danskir starfsmenn
Mjólkurbús Flóamanna sem höfðu orðið innlyksa í stríðinu. Sumarið 1941 eru
enn færri erlend nöfn skráð, aðeins tveir Danir, Englendingur og Kanadamaður.
I gestabókum Múlakots eru alls skráð 1120 erlend nöfn. Til gamans voru þau
flokkuð eftir þjóðernum. Þá komu fram 24 þjóðerni en 72 nöfn var ekki unnt að
flokka. Langfjölmennastir voru Danir, þá Norðmenn, Englendingar og Þjóðverjar.
Fyrir stríð voru bæði Kanada- og Bandaríkjamenn mjög sjaldséðir ef frá er talið
alþingishátíðarárið 1930. Þeir gestir sem komu lengst að voru frá Astralíu, Nýja-
Sjálandi og Japan.
Nýja hótelið og harðnandi samkeppni
Því miður hafa gestabækur frá árunum 1943-1950 glatast, svo ógerlegt er að
sjá hvort gestakomur í Múlakoti hafi aukist eftir stríð.
Ólafur, sonur Túbals og Guðbjargar, tók við búi og öllum umsvifum í Múlakoti
árið 1936. Hann naut þó dyggrar aðstoðar foreldra sinna meðan þau lifðu.
Húsráðendur í Múlakoti hafa greinilega verið fullir bjartsýni í stríðslok því enn
voru húsakynni stækkuð árið 1946 og bætt við gistiherbergjum, þannig að rými
varð fyrir 20 næturgesti alls. Ólafur fékk alls 30.000 kr. styrk frá Alþingi og opin-
berum sjóðum en í umræðum um málið var ráðgert að byggingin, 55 fermetrar að
grunnfleti, myndi kosta yfir kr. 100.000.-
Lög um Ferðaskrifstofu ríkisins voru sett 1936. Samkvæmt þeim hafði ferða-
skrifstofan vald til að skipta sér af ferðaþjónustunni á fjölmörgum sviðum auk
þess að hafa ein rétt til að starfrækja ferðaskrifstofu fyrir útlendinga. Skrifstofan
átti að hafa eftirlit með gjaldskrám veitinga- og gistihúsa og fólksflutn-
-71-