Goðasteinn - 01.09.2005, Page 78
Goðasteinn 2005
Sjöfn Árnadóttir:
Minningar frá Múlakoti
Það var vorið 1954 að ég fór sem vinnustúlka að Múlakoti í Fljótshlíð. Var ég
þar allt það sumar og einnig sumarið 1955. Það eru þau sumur sem ég man best
frá unglingsárum mínum og ylja mér enn í minningunni. Móttökur voru ómetan-
legar og ávallt höfðinglegar frá fyrsta degi er ég kom til starfa, þá 14 ára gömul,
fram til hins síðasta þegar ég heimsótti það öðlingsfólk sem þar bjó. Þá var rekið
þar vinsælt hótel og gistihús sem betri borgarar og listamenn sóttu mikið ásamt
innlendu og erlendu ferðafólki.
Heimilisfólk var þá Lára Eyjólfsdóttir og Ólafur Túbals eiginmaður hennar svo
og börn þeirra Reynir, Lilja og Fjóla. Einnig var þar til heimilis Nína, trygg
vinnukona sem hafði þjónað þar yfir 40 ár og Guðbjörg móðir Ólafs sem þá var
orðin háöldruð og heilsu farið að hraka. Þá var þar einnig stofustúlkan Villa sem
leiddi mig farsællega í sannleikann um það hvernig ég ætti að bera mig að svo
eitthvert gagn væri að þessum unglingi sem átti að vera sterk stoð í þjónustunni.
(Ólafur átti að ráða duglega stúlku til starfa en ekki unglingskrakka frá Hellu.)
Já, hvað fékk fólkið að borða?
Það var einfalt með hótelgestina. Þeir pöntuðu næstum alltaf það sama. Það var
lax eða lambakjöt, oftar þó lax. Súpa, oftast aspas eða blómkálssúpa var ávallt
sem forréttur. Laxinn var geymdur í „frystikistunni“ sem var úðinn af Gluggafossi
í Merkiá. Þar var kjötið líka stundum geymt. Kjötið var flutt í heilum skrokkum
með Hellubflnum sem kom einu sinni í viku. Ólafur sá um að taka skrokkana í
sundur. Það gerði hann á fjalhöggi fyrir ofan hús og notaði til þess hníf og exi.
Laxinn var soðinn í þunnum sneiðum og borinn fram á salatblaði með soðnum
kartöflum og bræddu smjöri. Lambakjötið var oftast steikt í ofni við vægan hita
svo það var meyrt og gott. Með því voru bornar soðnar kartöflur, grænar baunir,
súrar gúrkur, rauðrófur og sulta. Alltaf var kaffi eftir matinn. Einnig komu gestir
sem fengu sér „kaffi og með því“ eins og það var kallað. Þá komu oft hópar í mat
Múlakot í Flj ótshlíð
-76-