Goðasteinn - 01.09.2005, Page 88
Goðasteinn 2005
A sýningu Túbals eru nú skráðar 77 myndir, 33 með olíulitum, hinar með
vatnslitum. Það eru mikil afköst en bersýnilega sprottin af hlífðarlausri vinnu,
því af hroðvirkni eru þau ekki gerð. Verkefnin eru úr Fljótshlíð, Vestmanna-
eyjumfrá Laugavatni og Þingvöllum. Fjórar myndir erufrá Danmörku.“7
Síðar í greininni getur greinarhöfundur um einstaka myndir og í niðurlagi
greinarinnar minnir hann sýningargesti á „að líta á nisti og skrautsteina úr íslensk-
um ópal sem ungfrú Soffía Túbals hefir fundið og látið slípa. Þeir eru bæði fagrir
og fáséðir.“
Eftir sýninguna 1934 varð hlé á sýningum hjá Ólafi, því á því sama ári veiktist
faðir hans og hann tók við búinu og gistihúsinu í Múlakoti.
A árunum 1934 - 1950 hafði Ólafur ekki meiri tíma frá daglegum önnum
heima fyrir til að mála en svo að hann hafði rétt upp í þann fjölda verka sem seld-
ust jöfnum höndum. Bretarnir keyptu mikið af málverkum af Ólafi á stríðsárunum
og einn majórinn í breska hernum safnaði myndum eftir Ólaf. Þegar kom fram á
fimmta áratuginn hafði hann betri tíma til að mála og ákvað þá að selja ekki eins
mikið af myndum í lausasölu, heldur mála með það fyrir augum að halda veglega
einkasýningu.
Sýningin 1950
í nóvember árið 1950 opnaði Ölafur stóra sýningu í sýningarsal Málarans í
Bankastræti. Á sýningunni voru 53 stórar olíu- og vatnslitamyndir og um 20
smærri vatnslitamyndir.
Ólafur hafði ferðast vítt um land og málað af krafti. Viðfangsefnin voru sótt til
flestra landsfjórðunga. En mest bar þó á myndum, eins og á fyrri sýningum, sem
málaðar voru í Fljótshlíðinni, í Þórsmörk og austur undir Eyjafjöllum. Birta ein-
kenndi myndirnar og í umsögn um þessa sýningu segir meðal annars:
„Einkenndust myndirnar afskcerum og björtum litum og ímótívinu virtist
leitast við að túlka sannleikann ífegurð náttúrunnar. Alltfrá því að Olafur
Túbals héltfyrstu sýninguna á verkum sínum hefur listunnendum verið Ijóst að
hér er áferð mikill hœfileikamaður..
Olafur hefur alla tíð málað mikið afvatnslitamyndum og halda sumir því
fram að hann njóti sín best í vatnslitamyndum. En hann hefur einnig málað
geysimörg olíumálverk. Náttúrufegurðin í Múlakoti er landsfrœg enda hefur
-86-