Goðasteinn - 01.09.2005, Page 89
Goðasteinn 2005
Ólafur alltafhaft næg verkefni þar. Þótt hann hafi ferðast og málað víða, þá
hefur það ekki verið afskorti áfögrum stöðum til að mála. Hlíðin, Eyjafjöllin,
Jökullinn, Bleiksárgljúfrið og garðurinn heima við bæinn eru œrin verkefni
fyrir listfengan mann. Málverkasýning Ólafs í sýningarsal Málarans gefur til
kynna, að hér er á ferð fastmótaður og listfengur málari, sem hefur náð meiri
árangri í list sinni heldur en ytri aðstœður - hans þrefalda ævistarf - gefa
tilefni til.“8
„Ólafur Túbals er enn áframfaraskeiði sem málari. Af olíumálverkum tók
ég sérstaklega eftir Mœlifellshnúk, hugþekkri og svipgóðri mynd, og Morgni í
Fljótshlíð með árroða á Eyjafjallajökli en lognhljóðu húmi yfir dalnum.
Vatnslitamyndir Túbals af Þórsmörk og Merkurjökli með landáttar-dumbung í
lofti eru ágætlega gerðar, sannar og yfirlœtislausar. Myndir Túbals frá
Múlakoti eru eins og tilbrigði við „Blessuð sértu sveitin mín“ í línum og
litum.“9
í síðustu viku maí árið 1957 voru sýnd verk eftir Ólaf á vegum listkynningar
Morgunblaðsins.
Sýningar árið 1958
Eftir átta ára hlé á sjálfstæðum sýningum opnaði Ólafur sýningu með 44
málverkum, 25 olíuverkum og 19 vatnslitamyndum, þann 17. maí 1958 í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. Flest voru verkin af Suðurlandi. Tíminn, Vísir og Alþýðu-
blaðið fara vinsamlegum orðum um sýninguna. I Alþýðublaðinu er getið um að
auk fjölmargra einkasýninga hafi Ólafur tekið þátt í mörgum samsýningum og
„m.a. á hann myndir á samsýningu félags ísl. myndlistarmanna sem nú stendur
yfir í Listamannaskálanum.“
Jónas frá Hriflu ritar grein í Alþýðublaðið undir fyrirsögninni „Skáld og lista-
menn úr Fljótshlíð“. Þar kemur fram að Jónas er lítt hrifinn af „atómmálurum“.
Hann er hliðhollur Ólafi og segir m.a.:
„ Þegar Ásgrímur kom að mála í Múlakoti var þar hálfvaxinn drengur, að
nafi'ii Olafur, sonur hjónanna sem áttu hinn mikla trjágarð. Þessi drengur
sinnti eins og vera bar öllum störfum meðföður og móður við búskapinn bœði
sumar og vetur en hann var hrifinn afþví sem hann sá Asgrím gera. Hann
Múlakot í Fljótshlíð
-87-