Goðasteinn - 01.09.2005, Page 91
Goðasteinn 2005
Seinni sýningin 1958
Ólafur hefur verið starfssamur þetta ár því í nóvember opnaði hann
málverkasýningu í Tjarnarlundi í Keflavík. Þar sýndi Ólafur 60 myndir, allt
vatnslitamyndir og langflestar málaðar þá um sumarið.
„Ánægjulegt er nú ískammdeginu að ganga um sýningu Ólafs, því úr hverri
mynd skín hirta og sólskin. Flestar eru myndirnar landslagsmyndir frá ýmsum
stöðum á landinu, einkum þó frá Suðvesturlandinu. Eru þœr frábœrlega vel
gerðar, enda svipar þeim í mörgu til verka lærimeistarans, Ásgríms
Jónssonar."10
Þess má geta að allar myndirnar á sýningunni seldust.
Sýningin 1959
Þann 20. júní 1959 sýndi Ólafur enn í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar voru 22
olíumyndir og 18 vatnslitamyndir. Myndirnar voru úr Fljótshlíðinni, m.a. frá
Múlakoti, frá Þórsmörk, Þingvöllum, Heiðmörk, úr Borgarfirði og af Snæ-
fellsnesi.
„Ólajur Túbals er löngu landskunnur og vinsœll listamaður og hafa myndir
hans sem vart verður víst tölu á komið víðafarið, bœði innanlands og utan. -
Mun hann t.d. hafa selt málverk tilflestra landa Evrópu."11
Sýningin 1961
í desember 1961 opnaði Ólafur sýningu í loftsal Kaupfélagsins á Selfossi. Var
þetta fyrsta sýning hans fyrir austan fjall. Á sýningunni voru 79 verk, olíu- og
vatnslitamyndir. Guðmundur Daníelsson skáld skrifar um sýninguna í blaðið
Suðurland:
„ Ólafur Túbals er lengi búinn að vera landskunnur listamaður og í miklu
uppáhaldi margra, enda eru myndir hans yfirleitt mjög fallegar. Hann er lita-
glaður með afbrigðum, notar mjög Ijósbláa, græna og gula liti í landslögum
sínum en bregður þó mörgu öðrufyrir sig. Aðalviðfangsefni hans er landslag
og gróður á hásumri en haustlitir skarta einnig víða í myndum hans. Líklega
eru mótív hans hlutfallslegaflest úr Fljótshlíðinni ekki síst frá Múlakoti og
Múlakot í Fljótshlíð