Goðasteinn - 01.09.2005, Page 92
Goðasteinn 2005
Þórsmörk, og mætti með nokkrum rétti segja að í myndum hans sé Eyjafjalla-
jökull „fjallið eina“. A Selfosssýningu hans voru annars myndirfrá mjög
mörgum stöðum, alltfrá Lómagnúp og Örœfajökli vestur til Arnarstapa á
Snœfellsnesi.“
Sýningin 1962
Olafur efndi til stórrar sýningar í Listamannaskálanum í tilefni af 65.
afmælisári sínu. Oft hafði Ólafur sýnt í desembermánuði en nú sýndi hann í júní.
Rúmlega 100 verk voru á sýningunni, 64 vatnslitamyndir og 37 olíuverk,
langflest máluð á síðustu þremur árum. Flestar myndirnar voru úr Fljótshlíðinni
og annars staðar af Suðurlandi. Snæfellsnesið virðist líka hafa verið í uppáhaldi
þessi ár, því þaðan voru margar myndir og svo víðar að af landinu. Margir urðu til
að skrifa um sýninguna og viðtöl voru tekin við Ólaf sem birtust í blöðum. Var
lokið lofsorði á listamanninn og ævistarf hans.
„Ólafur Túbals hefur gerst brautryðjandi um verulegt atriði ílífsháttum
listamanns. Hann sameinar sveitabúskap og listamannsstörf."12
Dr. Haye W. Hansen lýsir nokkrum myndum á júní sýningunni svo sem stórri
mynd af Dímon sem máluð er í hreinum og sterkum litum, fjallið brúnt með
grænum hlíðum, „Vetrarmynd úr Fljótshlíð“ sem sýnir snjóbreiður á gulgrænu
vetrarlegu grasi og bæinn Múlakot. Mikil stemming er yfir myndinni „Vetur í
Fljótshlíð“ og „Merkjá“. Þá nefnir greinarhöfundur sex myndir sem sýna gamla
bóndabæi á Suðurlandi:
„Mérfinnstþeir málarar sem mála hina gömlu torfbæi sem nú eru óðum að
hverfa gera landi sínu mikið gagn..Ólafur hefur mikið fengist við að mála
Eyjafjallajökul en afþeim myndumþóttu mér bestar „Morgunsól“ og vatns-
litamyndin „Frá Þórsmörk“ sem máluð er ífallegum gráum litum. ... Æskilegt
vœri að listamaðurinn œtti kost á að bera víðar niður, til dœmis í Vík í Mýrdal,
Dyrhólaey, Fagurhólsmýri og Hornafirði.“13
Jónas Þorbergsson skrifar grein í Tímann um sýningu Ólafs undir yfirskriftinni
„Sólskin í Reykjavík“.
Múlakot í Fljótshlíð