Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 93
Goðasteinn 2005
„Lesendur Tímans íReykjavík munu reka upp stór augu á þessum þoku-
dimmu og úrsvölu júnídögum, er ég held þvífram að sólskin sé í Reykjavík.
Samt sem áður stend ég við það. En sólskinið sem ég hefí huga er ekki úti
heldur í Listamannaskálanum á sýningu Olafs Túhals þar sem hann nú sýnir
100 málverk.
Olafur Túbals hefur í verkum sínum og hugarstefnu fallið inn í raðir þeirra
listmálara sem um og upp úr aldamótunum síðustu uppgötvuðu töfra ís-
lenskrar náttúrufegurðar og skópu íslenskan og klassískan liststíl íþeirri
grein, fluttu fegurð landsins inn í híbýli manna um allt land. Þessi alda er ein
afmörgum sem risu ífari sjálfstæðisbaráttunnar og þjóðviðreisnar og hófust
með öldum nýrrar Ijóðagerðar og lofsöngva höfuðskálda okkar á 19. öld. I
verkum allra þessara listamanna hejur ráðið ein meginstefna, leit að fegurð,
stórhrikaleik, sérstæðu litaspili lofts og lands í íslensku umhverfi, hamförum
náttúruaflanna, Ijúfri kyrrð ífaðmi íslenskra fjalldala. Allir hafa þessir lista-
menn haft sín sérkenni í listsýn sinni og túlkun, litblœ og stíl.
Olafur hefur verið bjartsýnn málari eins og hann hefur verið í öllu fasi sínu.
Hann elskar sólskinið og uppgötvar fegurð landslagsins auðveldlegast í Ijósi
þess. Þess vegna er svo bjartyfir landinu á sýningu hans semfyllir Lista-
mannaskálann að þessu sinni að sýningargestum birtir mjögfyrir augum er
þeir leitaþangað inn áþessum vorþokudögum.“14
í lokin á þessum stiklum um listamanninn Ólaf Tubals er við hæfi að hann eigi
síðustu orðin.
„Efég mætti óska mér einhvers, þá vœri það að ég gæti aftur búið í tjaldi,
útilegumaður allt sumarið eins og ég gerði í gamla daga, með pensil, pallett,
léreft og liti og málað náttúruna eins og mér kemur húnfyrir sjónir.“15
Heimildir:
1) Ljóð Rangæinga Goðasteinsútgáfan Skógum 1968.
2) Listin er lífsstarf mitt, hitt er brauðstritið, Vísir 16. júní 1962.
3) Þjóðviljinn 15. júní 1962.
4) Þjóðviljinn 15. júní 1962.
5) Samvinnan des. 1950.
6) Bókasafn Listasafns Islands.
7) Jón Eyþórsson, Nýja dagblaðið 31. des. 1934.
Múlakot í
-91-