Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 94
Goðasteinn 2005
8) Samvinnan des. 1950.
9) J. Ey. Blað óháðra borgara 7. des 1950.
10) Morgunblaðið 25. nóv. 1958.
11) Morgunblaðið 20. júní 1959.
12) Jónas Jónsson. Alþýðublaðið 15. júní 1962.
13) Mánudagsblaðið 15. júní 1962.
14) Tíminn 16. júni 1962.
15) Suðurland.1955.
16) Listasafn íslands - íslenskt listafólk.
Eftirmáli
Eftir að Ólafur Túbals lést 27. mars 1964 hafa verið settar upp tvær sýningar
með verkum hans: I desember árið 1969 settu nokkrir vinir Ólafs upp minn-
ingarsýningu á verkum hans í Bogasal Þjóðminjasafnsins. A þeirri sýningu voru
53 málverk, flest af Suðurlandi.
Þann 5. nóvember 1991 var efnt til sýningar á verkum Ólafs í Goðalandi í
Fljótshlíð. Var sú sýning haldin í tengslum við M-hátíð á Suðurlandi. Var þetta
mjög vegleg sýning enda tóku vinir og sýslungar Ólafs með glöðu geði listaverk
af stofuveggjum til að lána á sýninguna svo fleiri mættu njóta.
í grein í Morgunblaðinu þann 26. maí 1957 er getið um að „Listasafn ríkisins
hafi keypt myndir af Ólafi.“
Eftirtalin 13 verk eftir Ólaf eru þegar þetta er ritað í Listasafni íslands við
Fríkirkjuveg:
Bleiksárgljúfur, málað 1927, olía, 102x127, keypt 1929.
Valahnúkur á Þórsmörk, 1929, olía, keypt 1929.
Eftir regn, 1930, olía, 85x100, keypt 1930.
Úr Skagafirði, 1927, vatnslitir, 49x65, keypt 1930.
Hjarðarholt, 1927, vatnslitir, 37x54, keypt 1930.
Útsýn úr Fljótshlíð, 1936, olía, 100x125, keypt 1937.
Álfakirkja, 1938,keypt 1939.
Úr Fljótshlíð, 1940, olía, 80x100, keypt 1940.
Kirkjubæjarklaustur, máluð og keypt til safnsins 1941.
Öræfajökull, 1943, vatnslitir, 36x51, keypt 1943.
Tindar við Blönduós, vatnslitir, 29x45. Dánargjöf frá Gunnlaugi Scheving list-
málara 1972 og myndirnar: Sveitabær, vatnslitir, 49x67 og Landslag, 34,5x50 en
þær eru dánargjöf frá Guðríði Stefánsdóttur og Kirby Green 1975. 16
Margrét Björgvinsdóttir
Múlakot í Fljótshlíð
-92-