Goðasteinn - 01.09.2005, Page 108
Goðasteinn 2005
píslarsögu Krists. í lokin jafnar Kláus Tyrkjaráninu við eyðingu Jerúsalem og í
tveim af elstu afskriftum sögunnar endar hún á hugleiðingu um refsingarhrís guðs
og iðrun mannsins.
Níels er enginn huldumaður heldur. Hann er nefndur nokkrum sinnum í bréfa-
bók Brynjólfs biskups Sveinssonar þar sem hann er að sendast með bækur fyrir
biskup og selur honum altarisflösku úr silfri. Níels var kaupmaður á Eyrarbakka
og í Vestmannaeyjum, hann skipulagði vamir eyjanna eftir Tyrkjaránið og stjóm-
aði endurbyggingu Landakirkju eftir að Tyrkir brenndu hana til grunna í herferð
sinni, gaf og sjálfur fé og búnað til kirkjunnar.
Af ofansögðu er ljóst að báðir gefendur altaristöflunnar á Krossi voru vel
heima í trúartáknum og trúarlegum frásögnum og að báðir tengdust Tyrkjaráninu
með skýrum hætti. Höfum það í huga í áframhaldandi túlkun á töflunni.
Myndefnið
Altaristaflan á Krossi er þrískipt eins og algengt var um aldir en tréverkið er
gróft og útskurðarlaust. Miðmyndin sýnir upprisu Krists. Á vinstri væng er hinn
þjáði Kristur, „smertensmanden“ sem Danir kalla. Eftir lok miðalda var þetta
orðið fágætt myndefni en svipað stef gekk í endurnýjun lífdaganna á dögum
Kristjáns konungs fjórða. Konungurinn var á morgunbæn í Rothenborgarhöll í
Norður-Þýskalandi 8. desember árið 1625 þegar honum birtist sýn: Kristur sitj-
andi með þymikórónu, með brotinn reyrstaf í hendi og blóð streymdi úr sárum
hans. Þessi sýn varð Kristjáni frekari hvöt til að verja málstað mótmælenda gegn
herjum kaþólskra með her sínum. Því stríði tapaði hann meðan Tyrkir rændu á ís-
landi.
Á hægri væng altaristöflunnar er torkennilegra efni. Augljóslega Kristur en
hann hefur sérkennilega fylgihluti, meðal annars sverð sem gengur fram af
munninum. Eftir nokkra fyrirgrennslan var ljóst hvaðan hann var sprottinn: úr
upphafi Opinberunarbókar Jóhannesar sem er síðasta rit Nýja testamentisins.
Engin kirkjumynd önnur á íslandi hefur þetta myndefni og það er ákaflega
sjaldgæft annars staðar á Norðurlöndum. Þarna eru torræð tákn og sjaldgæfur
boðskapur sem fluttur er í kirkju í Landeyjum um miðja sautjándu öld. Þessi
mynd gæti verið lykillinn að skilningi á altaristöflunni í heild. Hvaða merkingu
hafði Opinberunarbókin á þessum tíma? Hvaða skilning gátu tveir mektarmenn
sem komu saman á íslandi haft á henni? Gat verið eitthvert samhengi milli þess-
arar myndar og Tyrkjaránsins árið 1627?
Hin torræða mynd á hægi vængnum er innblásin af fyrsta kafla Opin-
berunarbókarinnar þar sem Jóhannes talar í fyrstu persónu og segir frá því að
Kristur hafi birst honum upprisinn og í miklum ljóma. Höfuð hans og hár voru
hvít eins og ull, segir í bókinni, andlitið sem sólin í mætti sínum, augun sem elds-