Goðasteinn - 01.09.2005, Page 130
Sveitarfélög 2004
Goðasteinn 2005
Helstu framkvæmdir á vegum Rangárþings ytra
Helstu framkvæmdir árið 2004 voru innréttingar á mötuneyti Grunnskólans á Hellu í
tengibyggingu íþróttahússins „Miðheimum”. Ný og langþráð heimilisfræðistofa var sett
upp í Grunnskólanum á Hellu. Búningsklefar við íþróttahúsið og sundlaugina á Lauga-
landi voru endurnýjaðir. Þá var unnið við áframhaldandi gatnagerð á Hellu, auk
framkvæmda við úrbætur á fráveitu Hellu. Ráðist var í endumýjun stofnlagnar vatnsveitu
Þykkvabæjar þar sem hún liggur „undir“ Ytri-Rangá. Verkefni við mótun og umhirðu
opinna svæða í sveitarfélaginu verða stöðugt umfangsmeiri og er margt gert til þess að
auka við gróður, snyrta og fegra græn svæði.
Húsnæðismál Ieikskólanna til skoðunar
Hafinn var undirbúningur að framkvæmdum til þess að bæta úr húsnæðisþörf leik-
skólanna á Hellu og á Laugalandi. Verið er að skoða ýmsar leiðir varðandi þessar
framkvæmdir en um áramót voru ekki komnar fram mótaðar hugmyndir um lausnir. Ljóst
er að stækka þarf leikskólarýmin vegna fjölgunar barna og aukinnar aðsóknar að leik-
skólunum.
Skólahverfí Grunnskólans á Hellu og Þykkvabæjarskóla sameinuð
A árinu var gerð úttekt á grunnskólum sveitarfélagsins og var Rannsóknarstofnun
Háskólans á Akureyri fengin til verksins. I kjölfar kynningarfunda, viðhorfskannana og
umfjöllunar í fræðslunefnd og sveitarstjórn var ákveðið að sameina skólahverfi
Grunnskólans á Hellu og Þykkvabæjarskóla frá og með skólaárinu 2004 - 2005 og fer öll
kennla í skólahverfinu fram á Hellu.
Bæjarskilti sett upp við heimreiðar
Því miður hefur lítið fjármagn fengist til endurbóta á vegakerfinu innan sveitar-
félagsins en með aukinni uppbyggingu og umferð er enn mikilvægara að byggja upp
tengivegi innan sveitafélagsins með bundnu slitlagi. Vonast er til að Vegagerðin muni á
allra næstu árum auka fjármagn í tengivegina, svo hraða megi uppbyggingu þeirra.
Sveitarfélagið sá um að setja upp bæjarskilti við heimreiðar bæja á Rangárvöllum og
er því verkefni lokið. Akveðið hefur verið að um leið og ný býli eru stofnuð og íbúar
flytja inn muni sveitarfélagið setja upp skilti heim að viðkomandi nýbýlum.
Rangárþing ytra sækir árlega um fjármagn til Vegagerðarinnar vegna styrkvega. 3,5
milljónum var úthlutað til sveitafélagsins árið 2004. Hluti fjármagnsins fór til vega-
framæmda á Gaddstaðaflötum og borið var í „Astarbraut“ frá Þykkvabæjarvegi að Borg.
Auk þess voru nokkir styrkvegir á hálendinu heflaðir.
Minnisvarði reistur um Ingólf Jónsson frá Hellu
Rangárþing ytra ásamt áhugasömum félögum, einstaklingum og fyrirtækjum stóð fyrir
gerð og uppsetningu á minnisvarða um Ingólf Jónsson á Hellu kaupfélagsstjóra, alþingis-
mann og ráðherra. Minnisvarðanum sem er brjóstmynd var valinn staður á bakka Ytri-
Rangár á Hellu. Ráðist var í talsverða landmótun að fyrirsögn Reynis Vilhjálmssonar
landslagsarkitekts til þess að móta umgjörð um minnisvarðann. Skipuð var nefnd af
fyrrum Rangárvallahreppi til þess að hafa umsjón með gerð og uppsetningu minnis-
varðans, í nefndinni sátu Drífa Hjartardóttir, Ingvar Pétur Guðbjömsson, Gunnar Guð-
mundsson, Magnús Pétursson og Grétar Haraldsson. Að skipulagningu og fyrirkomulagi
-128-