Goðasteinn - 01.09.2005, Page 130

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 130
Sveitarfélög 2004 Goðasteinn 2005 Helstu framkvæmdir á vegum Rangárþings ytra Helstu framkvæmdir árið 2004 voru innréttingar á mötuneyti Grunnskólans á Hellu í tengibyggingu íþróttahússins „Miðheimum”. Ný og langþráð heimilisfræðistofa var sett upp í Grunnskólanum á Hellu. Búningsklefar við íþróttahúsið og sundlaugina á Lauga- landi voru endurnýjaðir. Þá var unnið við áframhaldandi gatnagerð á Hellu, auk framkvæmda við úrbætur á fráveitu Hellu. Ráðist var í endumýjun stofnlagnar vatnsveitu Þykkvabæjar þar sem hún liggur „undir“ Ytri-Rangá. Verkefni við mótun og umhirðu opinna svæða í sveitarfélaginu verða stöðugt umfangsmeiri og er margt gert til þess að auka við gróður, snyrta og fegra græn svæði. Húsnæðismál Ieikskólanna til skoðunar Hafinn var undirbúningur að framkvæmdum til þess að bæta úr húsnæðisþörf leik- skólanna á Hellu og á Laugalandi. Verið er að skoða ýmsar leiðir varðandi þessar framkvæmdir en um áramót voru ekki komnar fram mótaðar hugmyndir um lausnir. Ljóst er að stækka þarf leikskólarýmin vegna fjölgunar barna og aukinnar aðsóknar að leik- skólunum. Skólahverfí Grunnskólans á Hellu og Þykkvabæjarskóla sameinuð A árinu var gerð úttekt á grunnskólum sveitarfélagsins og var Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri fengin til verksins. I kjölfar kynningarfunda, viðhorfskannana og umfjöllunar í fræðslunefnd og sveitarstjórn var ákveðið að sameina skólahverfi Grunnskólans á Hellu og Þykkvabæjarskóla frá og með skólaárinu 2004 - 2005 og fer öll kennla í skólahverfinu fram á Hellu. Bæjarskilti sett upp við heimreiðar Því miður hefur lítið fjármagn fengist til endurbóta á vegakerfinu innan sveitar- félagsins en með aukinni uppbyggingu og umferð er enn mikilvægara að byggja upp tengivegi innan sveitafélagsins með bundnu slitlagi. Vonast er til að Vegagerðin muni á allra næstu árum auka fjármagn í tengivegina, svo hraða megi uppbyggingu þeirra. Sveitarfélagið sá um að setja upp bæjarskilti við heimreiðar bæja á Rangárvöllum og er því verkefni lokið. Akveðið hefur verið að um leið og ný býli eru stofnuð og íbúar flytja inn muni sveitarfélagið setja upp skilti heim að viðkomandi nýbýlum. Rangárþing ytra sækir árlega um fjármagn til Vegagerðarinnar vegna styrkvega. 3,5 milljónum var úthlutað til sveitafélagsins árið 2004. Hluti fjármagnsins fór til vega- framæmda á Gaddstaðaflötum og borið var í „Astarbraut“ frá Þykkvabæjarvegi að Borg. Auk þess voru nokkir styrkvegir á hálendinu heflaðir. Minnisvarði reistur um Ingólf Jónsson frá Hellu Rangárþing ytra ásamt áhugasömum félögum, einstaklingum og fyrirtækjum stóð fyrir gerð og uppsetningu á minnisvarða um Ingólf Jónsson á Hellu kaupfélagsstjóra, alþingis- mann og ráðherra. Minnisvarðanum sem er brjóstmynd var valinn staður á bakka Ytri- Rangár á Hellu. Ráðist var í talsverða landmótun að fyrirsögn Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts til þess að móta umgjörð um minnisvarðann. Skipuð var nefnd af fyrrum Rangárvallahreppi til þess að hafa umsjón með gerð og uppsetningu minnis- varðans, í nefndinni sátu Drífa Hjartardóttir, Ingvar Pétur Guðbjömsson, Gunnar Guð- mundsson, Magnús Pétursson og Grétar Haraldsson. Að skipulagningu og fyrirkomulagi -128-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.