Goðasteinn - 01.09.2005, Page 131
Goðasteinn 2005
Sveitarfélög 2004
Minnisvarði um Ingólf
Jónsson alþingis-
mann, ráðherra og
kaupfélagsstjóra var
vígður á Hellu í
nóvember, en minnis-
varðinn stendur á
bakka Ytri-Rangár.
Á myndinni eru nefndarmenn taliðfrá vinstri: Ingvar P.
Guðbjörnsson, Gunnar Guðmundsson, Grétar Haraldsson,
Magnús Pétursson, Drífa Hjartardóttir og síðan börn og
tengdabörn Ingólfs, Jón Örn Ingólfsson, kona hans Astríður
Jónsdóttir, Guðlaug Ingólfsdóttir og eiginmaður hennar
Garðar Ólafsson.
umhverfis minnisvarðans vann einnig Olafur E. Júlíusson
skipulags- og byggingafulltrúi.
Margvísleg samstarfsverkefni
Rangárþing ytra er í margvíslegum samstarfsverkefnum
með öðrum sveitarfélögum nær og fjær. Nefna má byggðasam-
lag um meðhöndlun úrgangs innan Rangárvallasýslu og sam-
bærilegt byggðasamlag á Suðurlandi frá Eyjafjöllum að
Hellisheiði. Byggðasamlag starfar um brunavarnir í Rangárvallasýslu. Holtaveitan er
rekin í samstarfi Rangárþings ytra og Asahrepps. Laugalandsskóli, íþróttahúsið og sund-
laugin að Laugalandi og leikskólinn að Laugalandi eru rekin í samstarfi Rangárþings ytra
og Ásahrepps. Öll sveitarfélögin í Rangávallasýslu standa saman að Héraðsnefnd
Rangárvallasýslu. Héraðsnefndin hefur m.a. málefni Skóga á sinni könnu, auk
Tónlistarskóla Rangæinga og fleiri sameiginlegra verkefna. Héraðsnefndin styrkir fjölda
verkefna m.a. í menningarmálum, öldrunarmálum, uppgræðslu og æskulýðmálum í nafni
allra sveitarfélaganna. Rangárþing ytra er aðili að Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, auk þess að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu og Mýrdalshreppur hafa staðið saman að rekstri
sérstaks verkefnis um atvinnu- og ferðamál. Ráðinn hefur verið atvinnu- og ferðamála-
fulltrúi til starfa fyrir verkefnið. Lulltrúinn heitir Eymundur Gunnarsson og hefur hann
starfað að samræmingu aðgerða á þessu sviði meðal sveitarfélaganna. I undirbúningi er
stefnumótum fyrir sveitarfélögin í atvinnu- og ferðamálum sem kynnt verður sumarið
2005. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu hafa myndað
sameiginlega barnaverndarnefnd sem starfar á öllu svæði þessara sveitarfélaga.
-129-